Nekt v/s klám

Þetta umræðu efni kannski eins og svo mörg skiptir viðmælendum í tvær vígstöðvar.  Annar hópurinn segir að hræðsla við nekt sé geðsjúkdómur, á meðan að hinn hópurinn virðist hafa áttað sig á að heimur og haf liggi á milli nektar og kláms eða pornógrafíu.  Engum dettur t.d. í hug klám í  skiptiklefunum í sundi - þar athafnar þó kviknakið fólk sig án teljandi vandræða.  Stundum hef ég þó séð útlendinga lenda í einhverjum vandræðum, eitthvað sem við getum kallað árekstur milli mismunandi menningarheima.  En vel að merkja: þarna er fólki skipað í klefa eftir kynferði, karlar sér og konur sér. 
En aftur að fyrri hópnum, þeim sem vekur eiginlega meiri áhuga minn sem stendur.  Þarna eru rosknir, vel stæðir karlmenn í miklum meirihluta skv. könnun MMR.  Þessi hópur lítur á það sem sjálfsögð mannréttindi að fá að glápa á allsbert fólk og fer að hrópa um forræðishyggju þegar þeim er bent á að þetta samræmist nú eiginlega ekki mannréttindum og virðingu við þá sem á er glápt. 

Svo er það líka merkilegt í þessu máli öllu að ríku, gömlu kallarnir í fyrri hópnum eru ekkert spenntir fyrir því að dansa neitt fyrir aðra, þeir vilja bara hafa fólk til að glápa á án þess að þurfa að gera neitt sjálfir.  Málið snýst sumsé ekki um jafnan rétt allra til að horfa á alla, heldur bara um „rétt“ einhverra örfárra að fá að æsa í sér girndina með því að horfa á fólk hátta sig. 

Mikið rosalega er ég feginn því að súlustaðirnir loka.  Og mikið rosalega óska ég þeim konum sem þar höfðu atvinnu við að láta fyrrnefndan fyrrihóp glápa á sig, að þær finni einhverja atvinnu sem samræmist þeirri virðingu sem þær eru fæddar til.  Og mikið rosalega óska ég fyrri hópnum þess að þeir skilji vanvirðinguna við manneskjuna í þessari glápþörf sinni, hvort sem þessari þörf er svalað á súlustöðum, á tölvunni eða annarstaðar.


mbl.is Flestir vilja banna nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband