With love from Iceland.

Ég bloggaði eitthvað um landkynningu hér fyrr og aftur gefst þetta bráðfína tækifæri til þess.  Því nú reynir sko heldur betur á þolrif „frændra vorra“ í Skandinavíu.  Við erum búin að koma okkur útúr húsi á norðurhluta meginlands Evrópu - nú látum við frændþjóðir okkar finna fyrir því hvar Davíð (?!) keypti ölið.  Talandi um ímyndarvanda þjóðar og hvernig beri að vinna á honumCool .
mbl.is Stöðvi flugumferð yfir allri V-Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Arnar Kristinsson

sérlega athyglisverð síðasata setning þessarar fréttar: "Þess sé einkum vænst öskufallið leiti yfir flugsvæðið yfir Bretlandi, (Belgíu) og Hollandi. "  Eru landvættirnar að svara fyrir okkur?

Pétur Arnar Kristinsson, 14.4.2010 kl. 22:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvort sem er þá er spuninn góður. Blástu nú að norðan Kári!

Samkvæmt frétt á DV.is voru bæði Grímsvötn og Upptyppingar eitthvað að bæra á sér líka. Það yrði nú epískt að fá þrjú Eldgos á sama tíma, og svo Kötlu blessunina í Kjölfarið til að toppa allt. Hvað ætli menn segi þá í Vestur-Evrópu?

IceSave, hvað er það?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2010 kl. 02:08

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Guðmundur - tek undir óskir þínar - heilshugar -

Ragnar -  "frænda vorra" þvílíkir d......... frændur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.4.2010 kl. 04:29

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já, þetta er grátbroslegt, ekki satt?  En það er ólíklegt að við föllum í gleymsku og dá ... svona fyrst um senn.

Ragnar Kristján Gestsson, 15.4.2010 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband