Fíkniefni orsaka lögbrot!
2.3.2010 | 17:25
Halda menn virkilega að svona fréttum muni fækka ef slakað er á lögum og reglum um fíkniefni? Í flestum þeim tilfellum sem ég þekki til veldur notkun eiturlyfja stórfelldum dómgreindarskorti sem er náttúrulega aðal ástæða þess að þessi efni eru á bannlista allra siðmenntaðra þjóða.
Óku undir áhrifum fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
En flestar siðmenntaðar þjóðir leyfa brennivín, en fátt gerir mann heimskari en bokkan.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 01:49
Klárlega enda stigs- en ekki eðlismunur þar á. SÁÁ (og náttúrulega margir, margir, margir fleiri) getur sagt þér sögur af því hversu áfengisneysla orsakar fíkn. En hver er punkturinn hjá þér Jóhannes?
Ragnar Kristján Gestsson, 3.3.2010 kl. 06:29
Stigsmunur já, fátt veldur meiri og augljósari dómgreindarskorti en neysla áfengis, sérstaklega þegar vel er tekið á því, mín reynsla af umgengni við bæði eiturlyfjaneitendur sem brúka áfengi sem fíkniefni og kannabisneytendur er kannabisneytendum verulega í hag þegar maður hefur dómgreindaskort í huga, himinn og haf þar á milli. Menn virðast stundum kinoka sér við því að kalla áfengi réttu nafni, eiturlyf, sem það auðvitað er rétt eins og öll ólöglegu efnin. Kannski helgast það að hluta af því að þá viðurkenna þeir sem smakkað hafa á því um leið að hafa nota eiturlyf.
Georg P Sveinbjörnsson, 3.3.2010 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.