Afhelgun ímyndar?

online gambling addictionBráðum sýnist mér fullnuð þessi nýja ímynd fótboltamannsins sem hófst með ferðalagi fjármálastjóra KSÍ hérna um árið.  Gunnlaugssynir - björtustu vonirnar - vilja innleiða spilavíti á Íslandi.  Og Arnar beitir öllum 2007 rökunum sem hann kann til að blása ryki í augun á okkur: orðið spilavíti sé ekki nægjanlega blekkjandi, og það snúist ekki um að hann vilji græða heldur sé það fyrst og fremst þjóðfélagið.

Í þá daga þegar landsfeðurnir hugsuðu ennþá um hag þjóðarinnar og höfðu einhverja þokkalega skýra sýn á hvað væri hollt og gott og hvað síðan ekki, hugsuðu þeir kannski sem svo að þar sem vændi væri lítilsvirðandi þessum blessuðum konum sem iðka það, væri þjóðfélagið betra komið án vændis.  Eins gæti þeim hafa fundist eiturlyf drepa niður framtak og í breyta fólki í versta falli í villidýr: svoleiðis viljum við ekki hafa.  Spilavítin voru líka álitin skilgetin afsprengi ósómans enda birtust við þessa peningaleiki oft alverstu hliðar mannfólksins.

En núna virðast tímarnir breyttir.  Landsfeðurnir liggja á 6 fetum og landið er enn leitt af post-2007 kynslóð sem hefur ekki ennþá náð að hugsa uppúr veskinu og gróðrarveginum.  Og hérna koma áróðursmennirnir Gunnlaugssynir og ætla sér stóra hluti í því að telja okkur trú um að svart sé hvítt.

Þetta er svosem dæmigert fyrir þessar ljósfælnu athafnir allar sem feðrunum þótti réttilega nauðsyn að banna, þegar einhverjir vilja lögleiða þær er því sljóa rökvopni beitt að ef athafnir séu ljósfælnar nægi að gera þær opinberar til að eðli þeirra breytist.  Af því að bræðurnir nefndu Danmörk þá má þess geta að útgjöld Dana stórjukust líka vegna spilavítanna, þeir settu stórt prógramm á laggirnar 2006 til að halda unglingum frá spilafíkn og hafa haldið úti stóru batteríi til að stemma stigum við óæskilegum áhrifum þessarar fíknar og hliðstæðra vandamála sem koma upp.

http://www.snsus.org/program_2009.html
http://www.gamblersanonymous.org/
http://www.gamblingaddiction.org

Strákar mínir: ef þið viljið sinna ábyrgri spilamennsku - spiliði LUDO (og ekki uppá peninga).


mbl.is „Kasínó er raunhæfur kostur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála, mæltu manna heilastur.

Takk fyrir góða færslu. 

Sigurður Þórðarson, 9.2.2010 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband