bannabannaharðbannabanna!
12.1.2010 | 21:17
Alveg er þetta merkileg tvíhyggja eða kannski einfaldlega þversögn á þessum meintum tímum umburðalyndis og trúfrelsis að engin sérkenni neinna trúarbragða fá að vera í friði. Hvenær ætli mér sem starfsmanni hins opinbera verði bannað að hafa kross hangandi um hálsinn?
Leggja til bann við búrkum í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Kannski til að koma í veg fyrir átök. Ekki mega trúleysingjar vera í friði í Bandaríkjunum. Kemur úr hörðustu á að tala um umburðalyndi.
Trúlaus (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 21:25
Það getur enginn bannað þér að ganga með kross Ragnar, enginn hefur rétt á að banna þér það. Við sem trúum á Guð höfum fullan rétt á því og höfum ekkert að skammast okkar fyrir. Aldrei hef ég, eða nokkur kristinn maður sem ég þekki rifist við trúleysingja út af hans afstöðu. En þeir trúleysingjar sem hafa þörf fyrir að gera lítið úr okkar trú, þeir eru margir.
Kristur boðar frelsi, hver maður er frjáls til að gera hvað sem hann vill og við eigum ekki að dæma. Margir trúleysingjar hafa aðra skoðun, þeir hafa mikla þörf að tjá sínar skoðanir.
Einn góður vinur minn og fyrrum samstarfsmaður til fjölda ára er gjörsneyddur allri trú. Við höfum virt skoðanir hvers annars og náum vel saman á öðrum sviðum. En ég stríði honum stundum á því, að hann er mikið reiðari út í trúaða, heldur en ég er út í trúleysingja. Hver og einn verður að leita í sitt hjarta og fylgja því.
Jón Ríkharðsson, 12.1.2010 kl. 21:48
Þessir múslimar eiga bara að skilja að hér í evrópu og á vestur löndum almennt gerum við hlutina öðruvísi og að þeir eiga að hætta að troða sýnum siðum upp á okkur
sem betur fer þurfum við hér á íslandi ekki að hafa áhyggjur af þessu því það er bannað með lögum að hylja andlit sitt hér alveg eins og það er bannað að hylja númera plötuna á bílnum þínum þú átt að þekkjast úti á götu.
Læt það fylgja með að ég er trúlaus enn ber samt ekki neina reiði til þeirra sem trúa á guð eða hvað annað það kemur mér bara ekkert við
enn mér finnst vera munur á því að trúa á einhvað og svo að halda uppi einhverjum fáránlegum bull siðum frá því á steinöld
Kári (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 23:50
Hvað gera þær ef beðið er um skilríki?
Ellert Júlíusson, 13.1.2010 kl. 08:56
Það á ekki að banna búrkur sérstaklega. Það á að banna allan kæðnað sem veldur því að fólk verður óþekkjanlegt. Það myndi einnig ná yfir lambhúshettur, andlitsgrímur o.fl. Ástæðan á bak við lögin á ekki að vera kvennfrelsi eða trú, heldur öryggi. Það getur enginn mannréttindadómstóll mótmælt þeirri kröfu að menn gangi þannig til fara opinberlega að þeir séu þekkjanlegir á öryggismyndavélum.
Kristinn (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 11:29
Það er mikill misskilningur að tala um íslam sem trúarbrögð, því íslam er það ekki heldur stjórnmálahreyfing þar sem flokksmennirnir heita múslímar. Lög þeirra heita Sharia og þar er sagt til meðal annars um grófa mismunun gagnvart konum á fjölmörgum sviðum, þar á meðal í klæðaburði. Sjá nánar um kúgun kvenna í íslam hér.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 14:09
Eiginlega var ég ekki að tala til eða um múslima per se heldur um þá hugmyndafræðilegu einokun sem felst í því að banna tákn. Sem felst í hefta frelsi til hugsana eða tjáningar þegar það siglir ekki "mainstream."
Kristinn: afhverju á að banna klæðnað sem veldur því að fólk verður óþekkjanlegt? Afhverju verður fólk að vera þekkjanlegt á öryggismyndavélum? Þetta er mér fyrirmunað að skilja.
Ef við sem mannkyn förum lengra á þessari leið sem greinin fjallar um, lendum við þá á stað sem við viljum vera á?
Ragnar Kristján Gestsson, 13.1.2010 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.