Fjölmiðlaskólinn #922
29.2.2016 | 07:51
Fjölmiðlaskólinn
#922 ´Hvernig fara skal að við að koma óorði á fólk og stofnanir að ósekju.´
Einföld en áhrifarík leið til að koma óorði eða höggi á fólk og/eða stofnanir (hér nefnt ´viðfang´) sem ritstjórninni eða fjárhaldsmönnum fjölmiðilsins er í nöp við. Taka skal atburð sem breið samþykkt er fyrir að sé hræðilegur eða ömurlegur á einhvern máta og hann tengdur við viðfangið. Ekki skiptir öllu máli hversu lausleg tengingin er né hvort hún sé raunveruleg á nokkurn máta. Látið þess getið í fyrirsögn. Aðalatriðið er að skapa hugrenningatengsl milli tveggja hluta.
Dæmi: Tengið líkfund við viðfangið. Tengið viðfangið við nauðgun og/eða fíkniefnaneyslu.
![]() |
Leigðu á Airbnb og fundu lík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |