kostir og gallar
1.2.2016 | 22:01
Enda þótt þetta sé náttla hið hryggilegasta mál í hvívetna getum við þó glaðist yfir mörgu.
T.d. því að fólk skuli ennþá geta haft skoðanir á myndlist. Hallgrímur sem var lengst af góðvinur útrásarinnar en snéri við í hruninu eins og svo margir, hefur í verkinu upp ákall til list(ó)vinanna: ´can I be with you?´ Og þegar einhver aktívisti meðal þeirra svarar kalli listarinnar gæti mörgum þótt tilefni til að gleðjast. Eins og yfir kollega Hallgríms í kassanum. Síðan geta listfræðingar og hagfræðingar velt vöngum yfir hvað þetta svar þýði á listgagnrýninn máta. Sýnist sjálfsagt sitt hverjum.
Nú er Hallgrímur þar að auki kominn í hóp ofurlistamanna á borð við kanónur eins og van Gogh og Rembrant sem eiga það á CV-inu sínu að verk þeirra hafi orðið fyrir árásum og eyðileggingum. Þetta eykur vafalítið verðgildi þeirra verka sem Hallgrímur á óseld og safnarar vilja nú ólmir bæta í söfnin sín.
Síðan má ekki gleyma því að við sérhvert listaverk sem skilur eftir skarð, koma tryggingarnar inn með ákv. upphæð sem má fjárfesta í að nýju. E.t.v. ættu listaspírur því að setja það á oddinn (helst í fornáminu) að skemma allavega eitt verk á önn eftir einhvern lengra kominn (verðandi) kollega sinn.
Kannski var þetta bara hið besta mál þegar upp er staðið
?
Því raunar eru málverk ekkert annað en litir misvel fyrirkomið á strigapjötlu.
![]() |
Listaverk í HÍ eyðilagt með hnífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |