11. september

Í tilefni dagsins er viðeigandi að minnast þeirra sem féllu 11.9.2001 

Margir hafa heiðrað minningu þeirra en ég held hreinlega að ég hafi hvergi heyrt minnst á „Minnismerki tileinkað heimsbaráttunni gegn hryðjuverkum“, líka þekkt sem „Minning társins“ eða „Sorgartárið“.  Á sökkul verksins eru höggvin inn nöfn allra sem létust þarna.  Minnismerkið var afhent persónulega af Vladimir Putin sem gjöf til bandarísku þjóðarinnar frá Rússum.  Staðsett í Bayonne NJ, USA.

Sorgartárið


Veitir Ísland stríðsbrölti USA brautargengi?

Óttalegur heimóttarskapur er þetta sífellt í ykkur að upphefja USA sem bjargvætt yfirhöfuð einhvers.  Þeir hafa farið með ofbeldi og ránum inn í hvert landið á fætur öðru við botn Miðjarðarhafs,stundum með Ísrael, stundum með NATO og skilja löndin eftir í rúst, eymd og volæði.  Úraníumskot USA í Afganistan gerðu landið óhæft til byggðar og síðan kalla þeir sig ´friðar´gæsluliða?  Þeir dældu vopnum og peningum í herskáa milizhópa í Sýrlandi á dögum Saddams sem síðan stigbreyttust í IS.  Endilega horfið þið á aðrar sjónvarpsstöðvar en CNN eða Reuter.  Mæli t.d. með Aljazeera eða t.d. RussiaToday annað veifið svo þið festist ekki alveg í pro-USA áróðrinum.
En vegna hans Houstons sem kíkir inn á öll kanablogg, því fer fjarri að ég hati bandaríkin og enn síður bandaríkjamenn.  Hinsvegar set ég miklar efasemdir um að geopolitísk framganga USA í nágrannaríkjum Rússlands og fyrir botn Miðjarðarhafs þjóni heimsbyggðinni.  Þjóni í raun engum öðrum en þeirra eigin hagsmunum.


mbl.is Bandaríkjaher skoðar mannvirki á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband