Frumhlaup Gunnars Braga
15.8.2015 | 08:58
Ótækt er fyrir ríkisstjórn, og raunar fyrir hvern rekstur, að hafa starfsmenn í lykilstöðum sem vinna beinlínis gegn hagsmunum landsins. Það gengur ekki lengur að Gunnar elti gagnrýnislaust þá leiðtoga álfunnar sem eru hvað mestar strengjabrúður NATO og ESB. Hálf ríkisstjórnin er á fullu við að reyna að leiðrétta þann skaða sem hlaust af því að Gunnar starfi sem utanríkisráðherra. Megi sá næsti (komi hann fljótt) bera gæfu til að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi en ekki stríðsæsing kollega sinna erlendis.
Vil samt ekki taka undir orð lögmannsins Sigurðar G. enda hefur hann mun oftar reynst leika tveim eða þrem skjöldum (sbr. eigendaskipti DV).
![]() |
Forsætisráðherra ræddi við Medvedev |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |