Sorgleg afstaða USA
29.7.2015 | 10:06
Þetta er sorgleg afstaða sem USA tekur gagnvart Snowden og þarmað öllum heiminum. Fyrir hans blístrublástur (whistleblow?) fékk umheimurinn via Wikileaks upplýsingar um hvernig leyniþjónusta USA brýtur mannréttindi og nánast öll lög og reglur alþjóðasamfélagsins.
Því með þessari afstöðu leggja þeir blessun sína yfir allt það sem hann barðist gegn: pyndingum í Guantanamo, mannréttindabrotum útum allan allan heim að ógleymdum njósnum meðal allra leiðtoga í heimi. Mikilvægi hans á heimsmælikvarða á að vera reiknanlegt á þeim skala gagns sem hann færir heiminum. Að koma upp um lygi, að fletta ofan af svikum og draga krimmana í ljósið. Friðarverlaun Obamas ætti hiklaust að flytja yfir á hann.
Free Snowden
Hérna Snowden á TED um mikilvægi friðhelgi einkalífsins og internetsins:
Við getum síðan fabúlerað ögn um siðferðilega afstöðu almennt, er það almennt viðsættanlegt að stela til að bjarga mannkyninu, fórna einstaklingi fyrir heildina eða drepa, lífsins vegna. Í mínum huga er Snowden hetja sem fórnaði eigin (daglegu) lífi fyrir heill heimsins.
![]() |
Snowden fær ekki sakaruppgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |