Ljósmæður vs. stofnanavæðingin
2.6.2015 | 07:56
Krísan sem ljósmæður eiga við að etja er hluti af stofnanavæðingu afturhaldssams læknakerfis. Af læknum innan þess kerfis er vissulega nóg. Hluti þeirra berst fyrir launahækkunum langt umfram sátt í landinu - hótuðu að öðrum kosti að munstra sig erlendis og skilja landið eftir læknalaust (sem rímar raunar við stefn stjórnvalda að koma þeim öllum á höfuðborgarsvæðið).
Hvet stjórnvöld að gera vel við ljósmæður, ólíkt betra samband myndast milli mæðra (og feðra) við ljósmæður en við lækna sem auðveldar allan barnsburð. Og svo eru þær miklu ódýrari, bæði í launum og með hnitmiðaðri menntun að baki.
![]() |
Rán um hábjartan dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)