#OccupyMálfrelsi, #dægurmál, #OpinUmræða
27.4.2015 | 09:45
Já það er vandmeðfarið málfrelsið. Ég þarf að rifja það betur upp hver sagðist hafa setið fund um hinsegin fræðslu þar sem fjallað var um endaþarmsmök og (ó)viðeigandi leiðir til þess. Og þótti eftir fræðsluna hefði betur setið heima með dóttur sinni. En má kannski ekki tjá mig um það?
Sjálfur tel ég mig vera málsvara tjáningarfrelsisins og les margt og ræði við marga um ólíka fleti og hugmyndir þessa vandmeðfarna frelsis. Hér úr ritgerð eftir Guðmund Heiðar Frímansson af heimspekivef HÍ:
Það fyrsta er að hún festir þá grunnreglu fyrir íslenskt samfélag að öllum er frjálst að hafa skoðanir. Í öðru lagi þá segir að láti menn skoðanir sínar í ljós þá verði þeir að ábyrgjast þær fyrir dómi. Í þriðja lagi þá er kveðið á um að ritskoðun sé ekki heimilt að leiða í lög. Í fjórða lagi þá er kveðið á um að einungis sé heimilt að reisa tjáningarfrelsinu skorður með lögum og þau lög verði að setja í tilteknu markmiði sem tilgreind eru: þau verði að byggjast á allsherjarreglu, öryggi ríkisins, heilsuvernd, almennu siðgæði og vernda réttindi og mannorð annarra. Þau verði einnig að uppfylla tvö viðbótarskilyrði: lögin verði að vera nauðsynleg og samræmast lýðræðishefðum.
Vísindavefurinn tekur oft fyrir athyglisverð málefni á gráa svæðinu og bendir á að mannréttindi séu yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Aka réttur þinn til að sveifla hendinni endar þar sem nefið á mér byrjar.
Leitarvélin mín sýnir mér 5300 greinar við leitinni um hatursáróður en engar aðrar leiðbeiningar um hvað það nákvæmlega sé (nema skoðanir einhverra á vissum stöðum í Biblíunni að ógleymdum ummælum stjórnmálamanna um hvern annan).
Athyglisverður er dómur sem dr. Davíð Þór Björgvinsson bloggar um í fyrra. Þar segir m.a.
Dómstólinn hafi lengi tekið fram í dómum sínum að rétturinn til tjáningar taki einnig til þess að tjá skoðanir og hugmyndir sem móðga eða ofbjóða.
Sem leiðir mig að meginpælingunni sem tengist útgáfu franska tímaritsins Charlie Hebdo. Ritstjórnin varð fyrir árás eins og alkunna er en aldrei heyrði ég jafnaðarmenn fetta fingur útí umfjöllunaratriði tímaritsins. Þó fjöllaði Habdo mjög móðgandi um allskyns samtíma málefni. Þannig að réttilega má segja að hér gildi hinn eilífi tvískinnungur utanum pólitíska rétthugsun. Nú fræði mig málsvarar og kyndilberar frelsisins: hvenær drepur maður mann?
En það má efalaust segja Samfylkingaræskunni það til hróss hve öflugu anddyri þeir hafa komið sér upp, baklandi utan um þeirra hugðarefni.
Er ekki útvarp Saga því bara gríðarlega mikilvægur þáttur í þessari opnu umræðu sem ber að fagna. Og hringja þangað sem oftast.
![]() |
Arnþrúður ánægð með #OccupySaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)