Sigurkuflinn
25.2.2015 | 21:04
Merkilega lítið merkileg grein og kannski bara til staðfestingar á fákunnáttu blaðamannsins sem þýddi greinina eða ritstjórnarfulltrúans sem gaf grænt ljós á hana út á netið.
Nú á ég tvö börn sem hafa fæðst í sigurkufli. Og ég tek það fram að ég er hvorki læknis- né ljósmóðurmenntaður en þori að fullyrða að það sé tiltölulega algengara að börn "fæðist" í sigurkufli við keisarskurð en við fæðingu.
En greinin fjallar um barn sem var tekið með keisara, þ.e. fjarlægt út móðurlífi í fósturhimnunni án þess að læknirinn hafi rofið hana. Og um að læknirinn hafi verið furðu lostinn yfir þessu afreki sínu.
Að barnið fæðist hinsvegar, þ.e. komist í gegnum fæðingarveginn án þess að himnan rofni þykir merkilegt og gæfumerki.
![]() |
Kom í heiminn í sigurkufli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)