Ekki bara siðfræðingar ...

Eiginlega ættu það ekki bara að vera siðfræðingar heldur nánast allt hugsandi fólk að hafna því að láta Íslenska Erfðagreinginu kortleggja þjóðina.  Ég bjó úti í Þýskalandi þegar Kári hófst handa.  Þegar ég sagði fólki frá þessu spurði fólk hvort þjóðin væri ekki samtaka í andspyrnu gegn þessu.  Það vildi síst skilja hvernig einhverju dytti í hug að leyfa að sjúkdómar þess væru kortlagðir: hafiði aldrei heyrt talað um persónuvernd?  Tryggingarfélögin (í einkaeign vel-að-merkja) sóttust eftir að fá slíkar upplýsingar enda gulls ígildi fyrir þau.  Pabbi eins félaga míns var t.d. sykursjúkur og félaginn var metinn í hærri gjaldflokk vegna þess.  Þannig er gjaldinu stýrt út frá upplýsingagrunninum sem tryggingafélagi býr yfir.  

Nú er Persónunefnd hérlendis tiltölulega óvirkt félag og býsna baráttusnautt í samanburði vil kollega sína víða (þeir geta örugglega fundið einhver lönd þar sem persónuvernd er bágbornari (t.d. USA LoL ) til að bara sig saman við).  Líklega er að vænta yfirlýsingar frá þeim þar sem þeir útskýra með sennilegum rökum hvernig standi á því að þeir sé svo aftarlega á merinni þegar kemur að því að vernda persónurnar.  Nú komu t.d. hjálparsveitarfólk á minn bæ og veit síðan þá nákvæmlega hverjir skiluðu og hverjir ekki.
mbl.is Kári svarar siðfræðingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband