Víst er blaðamennska glæpur

Víst er blaðamennska glæpur eins og hún birtist okkur á vesturlöndum á hverjum degi.  Það er glæpur að birta athugasemda- og gagnrýnilaust fréttatilkynningar frá Reuters og Co án þess að lifta litlafingri til að skoða hina hliðina.

Mörg dæmi þess um það hversu blaðamennska sé glæpur er að finna í Úkraínudeilunni, Sýrlandi, USrael, Libýu og mjög miklu víðar.  Blaðamennska sem gengur út á að útmála málstað annars deiluaðilans og hvetja þarmeð til styrjaldar - er glæpamennska.

Fjölmargir munu líka áfram verða drepnir vegna þess að hvorki kæra fjölmiðlar sig um að fjalla um hlutina hlutlaust né án hagsmunaþrýstings frá eigendum blaðanna /stjórnvöldum /alþjóðasamtökum.  

Fölmargir munu líka áfram verða drepnir vegna þess að í stað þess að ráða blaðamenn sem þora að lyfta steinum í leit sinni að ´sannleikanum´ - þá horfa þeir með blinda auganu og fylgja straumnum (mainstream).

Og þetta blóð rennur um fingur blaðamannastéttarinnar með örfáum undantekningum.  Og þegar fjölmiðlasamtök taka sig saman í sérhagsmunagæslunni er það náttúrulega ... frábært.

Skoðið hlekkinn hér að ofan


mbl.is Blaðamennska er ekki glæpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband