En EU er vondi kallinn ...

Oft sýnist mér vestrænir fjölmiðlar einskorða fréttaflutning sinn við þýðingar á fréttaskeytum frá Reuters.  Er það miður að svo lítill áhugi sé til að komast að því hvað er í raun í gangi.

En fyrst lítill áhugi er á að skoða eitthvað niður fyrir yfirborðið verðum við að bera okkur eftir björginni. Við lestur rússnesku fréttasíðunnar voiceofrussia.com birta þeir á síðunni frétt af tengslum Vitali Klitsjkó við ESB (á ensku) og hvernig hann hefur þegið styrki til að uppfylla væntingar ESB. 

Er þetta ekki það sama og USA hefur gert gegnum tíðina til að „lýðræðisvæða“ ríki - koma af stað borgarastyrjöld (skapa óstöðugleika) og koma síðan og „bjarga“ auðlindum landsins í eigin þágu? Deilum og drottnum.

En kannski hef ég rangt fyrir mér - lesið sjálf:
Og heimildir Voice of Russia eru Úkraínudeild Anonymus hópsins (líka á ensku)
Hérna er síðan þeirra.
þarna stendur:

„The content of these letters shows how Western countries finance and control Vitali Klitschko through intermediary of Lithuanian government.“

Snýst þessi deila fyrst og fremst um einhverskonar post-kaldastríðs átök milli austurs og vesturs um ítök á aðliggjandi löndum?  Þar sem undirróður og rógur er OK vegna þess að tilgangurinn helgar meðalið?  Og flestir fjölmiðlarnir (frjálsir og óháðir - einmittSick) dansa einhliða með með vegna þess að enginn þar innanborðs leitar út fyrir þægindarammann.

En góðan lestur!


mbl.is Frysta eignir Úkraínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegar fréttir af átroðslu fullveldis.

Á sama tíma og í ljós kemur að á bak við meint ódæði Janúkovitsjs standa EU dindlarnir Klitsjkó og Tímósjenkó, heldur EU áfram verkefni sínu að þjarma að Rússlandi og lýðræðinu í Úkraínu.  Hver er það í raun sem fótum treður fullveldi Úkraínu?  Er það EU sem hefur látið fé streyma til stjórnarandstæðinga?

Enn er ekki komin frétt um það inn á mbl.is 08:20 hvernig málin voru í raun.  Hinsvegar stendur gamla RÚV sig:

„Grunur leikur á að leyniskyttur sem myrtu tugi manna í Kænugarði á dögunum hafi verið á snærum stjórnarandstæðinga, ekki Janukovitsj forseta. Þetta kemur fram í hljóðupptöku af samtali utanríkisráðherra Eistlands og utanríkismálastjóra ESB
Ekki færri en sjötíu létu lífið í ofbeldisverkum á Maidan-torgi fyrir um hálfum mánuði, margir féllu fyrir hendi leyniskyttna. Á Vesturlöndum var Janukovitsj og bandamönnum hans kennt um ódæðin og hann var hrakinn frá völdum sólarhringum síðar.
Í hljóðupptöku af símtali Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands og Catherine Ashton, utanríkismálastjóra ESB, frá 26. febrúar og lekið var á Youtube í dag, kemur fram dálítið önnur útgáfa af þessum hildarleik.“

öll RÚV fréttin hér

Frétt The Guardian um málið

Upprunalega Youtube myndbandið sem var lekið (Youtube-leaks) það þarf að skrá sig inn til áhorfs.


mbl.is Fullveldi Úkraínu fótum troðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband