Misskilningur Dags Gnarr

Mesti misskilningur Dags Gnarr virðist í þessu máli vera að gangbrautin eigi að tákna litríki Reykjavíkur. Auðvitað er hér um að ræða ögrandi gjörning þar sem Reykjavíkurborg tekur afstöðu með mannréttindahátíðinni Glæstum Vonum og gegn Guðsréttindahátíðinni Hátíð Vonar.  Markmiðið virðist mér að fólk á leið á Hátíð Vonar gangi eftir regnbogabrautinni á leið sinni á hátíðina.  Svona svipað og þegar konungur var látinn beygja sig undir Hvítbláinn í kjölfar fánamálsins 1913.

Ég spyr mig hvort þetta sé verkefni stjórnvalda gegn erlendum gestum - hvaða skoðanir sem þeir kunna að hafa?  Og jafnvel þótt Gnarr sé yfirlýstur andstæðingur trúarinnar (og hafi sent páfa bréf á latínu og allt) - sæmir þetta kjörnum fulltrúum borgarinnar?  Og hvað með mannréttindi Guðsbarnanna - af hverju eiga þau að víkja fyrir mannréttindum fylgismanna samkynhneigðra?


mbl.is Regnbogabrautin lögð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband