lífrænn hernaður

Ég er einmitt áhugamaður um garðyrkju og enda þótt lítil spretta hafi nú verið í salatinu þetta árið vegna slakrar tíðar þá höfum við fjölskyldan gegnum tíðina barist við snigla sem vilja gæða sér á grænmetinu okkar.  Á undan okkur.  Og oft meira en við kærum okkur um.  Hvernig væri að það væri hægt að kaupa pardussnigla í gróðurstöðvum og jafnvel í stað eiturs eins og RoundUp og annars viðlíka óþverra.  Slagorðin hljóma mér fyrir eyrum: Lífrænn hernaður - vinnum með náttúrunni - ...?
mbl.is Pardussnigillinn er vinur okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband