Hvað er satt?

Nú er það staðreynd að margir hafa rannsakað þessa geislun og sýnist sitt hverjum. 

Hvernig ber okkum sem neytendum að bregðast við því að margar kannanir sýni eitt og aðrar annað? 

Og hvernig ber okkur neytendum að bregðast við því að fjölmiðlar birti bara eitt en ekki annað? 

Og hvernig ber okkur neytendaræflunum að bregðast við því ef í ljós kemur að sterkir fjármagnseigendur sem eiga mikið í húfi hafa tengsl bæði við farsímafyrirtækin og rannsóknarfyrirtækin?

Nú er þessi Mbl. grein óttalega ruglingsleg.
Staðreynd er að WHO hefur sett farsímageislun í flokk með efnum eins og asbesti.  Og samt er engin hætta af neinu?

Mikil gegnrýni hefur verið á það hve viðmiðunarmörkin eru há og í samvirkum tengslum við efnahagslífið.   Engin stöðlunarskrifstofa ákvarðar viðmiðunarmörk með það fyrir augum að vernda gegn langtíma virkni á heilsuna, eins og mögulegri krabbameinsáhættu.  Það er enginn öryggismörk fyrir geislun í börnum enda þótt bæði sé vitað að þau sé næmari fyrir geislunini og efnahagslífið bókstaflega byggi upp á afþreyingarhlutum með gagnvirku netsambandi (geislandi).  Líka eru þrátt fyrir þetta sett upp þrálaus net í fjölmörgum skólum.
Mín tilfinning er sú að iðnaðurinn hafi lítinn áhuga á að halda fólki heilbrigðu.  Hinsvegar eru þeir farnir að verja eigin hagsmuni - sbr. stendur orðið aftan á Apple-símunum að það eigi að halda símanum 15 mm frá líkamanum.  Af hverju? 

Ég hvet fólk sem hefur áhuga á þessu að setja sig t.d. í samband við félög geislaskaðaðra, hér á landi er eitt sem heitir Geislabjörg.  Þetta fólk hefur talsvert aðra sögu að segja en Mbl. 


mbl.is Farsímarnir ekki skaðlegir heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband