Bleksull?
1.7.2011 | 13:58
Þarna væru nú margir samferðamennirnir í vondum málum. Oft ansi vanhugsaðar ákvarðanir sem liggja þarna að baki, gæti ég trúað. Hér í eina tíð var eina fólkið sem hafði tattú drykkjusvolar sem höfðu hangið í Hull og Bremerhafen og líklega eimir eftir af þessari hugsun enn, tattúið þá svona icon um hversu frjálslyndur maður sé og sigldur. Sennilega eina leiðin að losna við blekið er að fara í eyðingu til Laser-lækningar, erfiðara með gervifrjálslyndið.
![]() |
Neitað um starf vegna húðflúrs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |