Staðalmyndir eða stuð?

Hérna er náttúrulega skólasamfélaginu í heild stórkostlegur vandi á höndum.  Annarsvegar höfum við reglugerðir og ákvarðanir, lög og framfarasinnaðar, stefnumarkandi ályktanir
- og hinsvegar höfum við mannlegt eðli og langanir.

Er ekki hlutverk skólans að gera börn hæf til þátttöku í því þjóðfélagi sem þau búa í?  Skólinn er miklu meira en Písakannanir og jafnvel þótt Kristín Ást. segi helstu áhugamál stráka og stelpna hégóma komumst við ekki framhjá því að ef umræðunni er ekki stýrt leitar hún sinna eigin leiða.  Þegar skólinn er farinn að vinna gegn mannlegu eðli losnar hann úr tengslum við nemendurna - úr tenglsum við þá staðreynd að þeir eru EKKI kynlausir heldur hafa langanir, væntingar og þrár UTAN skólanámskrár.

Skóli er miklu meira en útungunarstöð fyrir tæknigeirann, hann verður að bjóða uppá snertiflöt við raunveruleikann, þann raunveruleika sem börnin okkar hrærast í.  Kennarar verða að geta nálgast nemendur sína á þeim stað sem þeir eru á, unnið traust þeirra og átt hlutdeild sem leiðbeinendur bæði í leik og starfi.


mbl.is Segir skólann fullan hégóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband