Hagræn og hagvæn list

Alltaf þykir mér svolítið erfið þessi umræða um listir og hagnað.  það er nefninlega svo stutt í að hampa síðan þeim „skapandi greinum“ sem auka hagvöxt en dömpa hinum sem eru metin hafa lág hagræn skapandi áhrif.  Eins og kemur síðan fram: „þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi atvinnuuppbyggingu,“  Þannig er tónlistin öll metin eiga 4% af landsframleiðslu.  Er hér um að ræða Mugison, Megas eða Mozart eða er einhver þeirra þremenninga í hættu þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi atvinnuuppbyggingu?  En hinar listirnar?  Er skapandi listum hampað á kostnað hinna túlkandi?  Gætum við átt á hættu að Listasafnið lifði en Möguleikhúsið dæi?

Hef þar að auki frekar lítið álit á fræðimönnum í hagfræði við HÍ eftir að þeir unguðu út kynslóðum af hagfræðingum sem vissu hvorki haus né sporð á ástandi Íslands 2007 eða létu í besta falli pólitískan vilja stýra ákvörðunatökum sínum.
mbl.is Hagræn áhrif skapandi greina metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband