Oj barasta !!
28.6.2010 | 08:19
Mikið rosalega hljómar þetta ógeðslegt. Dettur helst í hug hormónanaut þeirra Ameríkana sem hafa breytt vaxtarlagi þjóðarinnar, ofvöxtur nautanna hljóp einmitt yfir í holdagerð þeirra sjálfra. Nú er hér ekki um hormóna að ræða heldur einmitt farið dýpra og fiktað inni í frumuvextinum sjálfum. Af hverju ætli erfðabreytt matvæli mæti svona mikilli mótstöðu nema einmitt vegna þess að það er farið að breyta sjálfu erfðaefninu til þess eins að ræktendur fái sem mestan gróða - sem hraðastan hagvöxt. Minnir mig á nýafstaðið tímabil í Íslandssögunni þar sem öllu siðgæði, heiðarleika og réttlæti var kastað fyrir róða fyrir gróða.
Ég ætla örugglega ekki að kaupa þennan fisk!!
![]() |
„Hraðlax“ í búðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |