Eðlilegur rekstrarkostnaður?

Einn lærdómur sem ég hefði svo gjarnan óskað mér að þjóðfélagið hefði tekið með sér frá 2007 er að rekstrarkostnaður er í beinu sambandi við yfirbyggingu og stýrist af löngunum framkvæmdastjórnar og ekki síst hluthafa.

Skv. Mbl stendur á vef fyrirtækinsins: „... að verð á bensíni og dísil sé nú langt undir því verði sem þarf til að standa undir eðlilegum rekstrarkostnaði.“

Ef þessi „eðlilegi rekstrarkostnaður“ er eitthvað sem er aukreitis frá 2007 þá er von að þeim þyki annað eðlilegt en neytendum (okkur) þyki eðlilegt.  En við höfum dregið MJÖG saman seglin undanfarin 2 ár og eðlilegur rekstrarkostnaður heimilanna er í dag miklu hærri.  Þökk sé skaldborg heimilanna.  Er ekki eðlilegt að olíufurstarnir taki á sig ákveðna skerðingu líka?


mbl.is Olís hækkar verð um 20 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband