Um ósjálfstæða greiningu fjölmiðlanna
24.4.2010 | 08:44
Það komu nú heldur betur í ljós afleiðingar þess að blaðamenn væru virkir þátttakendur í fjármálum og pólitík, svo maður noti orðalag skýrslunnar: lítið um sjálfstæða greiningu fjölmiðlanna. Störf umsækjenda þekki ég lítið en hvet til allrar umræðu innan BÍ. hvernig þeir fái rekið af sér slyðru- og aftaníossaorðið. Blaðamenneska á ekki að vera sókn gegn einum pól stjórnmálanna á meðan nuddað sér er uppað hinum, heldur óvilhallur fréttaflutningur JAFNVEL þótt hann beinist gegn eigin skoðunum á þjóðmálum.
![]() |
Framboð framkvæmdastjóra veldur titringi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
líka á Eyrarbakka
24.4.2010 | 08:28
Ég þvoði bílinn í gær og strauk af rúðunni í morgun fíngerðan svartan salla: ösku. Yfir öllu er slykja gráma, dagar myrkurs og niðdimmu, dagar skýþykknis og skýsorta hafa borist til okkar (Sef 1.14-15).
![]() |
Öskufall á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |