Verri menntunaraðstaða?

Nú halda atlögurnar að menntakerfinu áfram.  Bandaríkjamenn eru í miklum vandamálum þar sem niðurskurður hefur verið á bilinu 5-10% eftir fylkjum.  Þeir hafa mætt þessu með niðurskurð á skólaárinu, -vikunni og -deginum, stærri bekkjum og færri stuðningsfulltrúum, fyrir utan uppsagnir fjölda kennara.  Auðvitað lendir þetta fyrst á öllum stundakennurum og lausráðnum (eins og í Hfj.) en þegar fram í sækir á öllu starfsfólki.  Mest bitnar þetta þó á menntun í landinu og börnunum okkar.

Takið eftir þessari ömurlegu klisju að kalla alltof stóra bekki og yfirfulla skóla „meiri möguleika á félagslegum samskiptum í fjölbreyttari nemendahópi.“  Ég óttast að þarna séum við ekki farin að bíta úr nálinni.


mbl.is Hafnfirskir skólar sameinaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband