Auglýst eftir eldfjalla-viðskiptahugmyndum.

Úr síðustu færslu sem spannst út frá einni arfavitlausri hugmynd (sjá hér) langar mig að bjóða hugmyndasmiðum og framkvæmendum að hittast hérna og skiptast á.  Annar hópurinn er vitagagnslaus án hins svo þetta ætti að ganga vel upp.


Hugmyndirnar sem upp komu eru frá Snowman
Selja öskuna í litlum skömmtum og byrja strax á meðan hraunið er heitt.  Setja á E-Bay og aðrar síður.

Ein frá Ástu Maríu

Og frá mér:
Sætir litlir hraunmolar á stalli með skilti undir:

My friend went to see the Eee-fjeel-you-kull and all I got was this lousy lavapiece.

 

Hvet ykkur að hugstorma hingað inn - án þess að vera allt of mikið að spá í því hver framkvæmir hugmyndina heldur að við séum að vinna saman - nýtt Ísland.


Stjórnleysi náttúruaflanna

Merkilegt að lesa þetta: að heilli þjóð skuli vera ritskoða einmitt það sem okkur er orðið þokkalega sjálfsagt: að við höfum einmitt enga stjórn yfir náttúruöflunum.  Reyndar höfum við býsna litla stjórn yfir ýmsu öðru líka en það er önnur saga.  En hvernig ætli The Peking Enquierer (?) útskýri eldgosið okkar, að íslensk stjórnvöld skrúfi frá krana til að skjóta ösku yfir Evrópu?
mbl.is Múmínálfarnir vekja áhyggjur í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband