Umbætur eða afturför?
2.4.2010 | 08:35
Þvílíkt kjaftæði er þessi umræða komin útí. Þarna er lýsandi dæmi þess hvernig forræðishyggjan felur sitt fúla fés undir yfirbragði umburðarlyndis. Fyrst Belgía þorði ekki að vera fyrsta landið til að leyfa það frelsi sem felst í fjölbreytileika - well, þá verða þeir bara þekktir í sögunni fyrir hið gagnstæða. Og hvernig fer fólk sem er reiðubúið að trúa því að vændiskonur gangi til verka sinna af sömu gleði hjartans og innblásinn leikskólakennari, hvernig fer fólk að því að afneita þeim möguleika að þær beri þessi trúartákn af sömu sannfæringu og allir þeir sem hafa krossinn hangandi um hálsinn og viðurkenna þarmeð kristnar rætur sínar.
Höfum við hérna dæmi um sexualiseringu vesturlanda? Fyrst vændiskonur ganga erinda karlmanna eru þær OK, en af því að burkurnar feli líkamann eigi að banna þær? Frá þessu sjónarhorni er þetta bann klárlega afturför. Ekki satt?
![]() |
Belgar vilja banna andlitsblæju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |