Þvílík landkynning!!!
16.4.2010 | 21:48
Nú þarf enginn að kvarta lengur yfir því að Ísland sé ekki inni á heimskortinu. Ef við látum það einu gilda hvers eðlis kynningin er getum við fallist á að vera þegar best lætur daglega milli tannanna á fólki. Nú fara líka allir (og amma hans) að leita leiða til að pranga einhverju inná þetta ferðamannahlaup sem öll þessi gos hljóta að bræða og hleypa síðan fram þegar aftur er fært til landsins.
Er einmitt að lesa Draumalandið hans Andra Snæs þessa dagana (mæli eindregið með því að lesa þessa sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð - oft var þörf...) og svo ég vitni (bls 131): Þegar alger kreppa ríður yfir kemur oft eitthvað í staðinn, samtakamáttur fólksins losnar úr læðingi, valdakerfi riðlast og gömul goggunarröð breytist. Alger kreppa eða algert hrun getur verið forsesenda uppstokkunar og umbreytinga.
Þetta er einmitt málið, leita sér upp möguleikana í stöðunni, finna sóknarfærin, allar stöður hafa einhverja jákvæða og spennandi fleti. En endilega velja sér fjárfestana MJÖG gaumgæfilega (t.d. er nafnið í skýrslunni?)
Er einmitt að lesa Draumalandið hans Andra Snæs þessa dagana (mæli eindregið með því að lesa þessa sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð - oft var þörf...) og svo ég vitni (bls 131): Þegar alger kreppa ríður yfir kemur oft eitthvað í staðinn, samtakamáttur fólksins losnar úr læðingi, valdakerfi riðlast og gömul goggunarröð breytist. Alger kreppa eða algert hrun getur verið forsesenda uppstokkunar og umbreytinga.
Þetta er einmitt málið, leita sér upp möguleikana í stöðunni, finna sóknarfærin, allar stöður hafa einhverja jákvæða og spennandi fleti. En endilega velja sér fjárfestana MJÖG gaumgæfilega (t.d. er nafnið í skýrslunni?)
![]() |
Ísland ofarlega í huga ferðalanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |