With love from Iceland.

Ég bloggaði eitthvað um landkynningu hér fyrr og aftur gefst þetta bráðfína tækifæri til þess.  Því nú reynir sko heldur betur á þolrif „frændra vorra“ í Skandinavíu.  Við erum búin að koma okkur útúr húsi á norðurhluta meginlands Evrópu - nú látum við frændþjóðir okkar finna fyrir því hvar Davíð (?!) keypti ölið.  Talandi um ímyndarvanda þjóðar og hvernig beri að vinna á honumCool .
mbl.is Stöðvi flugumferð yfir allri V-Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr öskunni á kaf í eldinn?

Við ættum nú ekki aldeilis annað eftir en að hröklast helsærð í kjaftinn á þeim fúla ESB-úlfi.  Þeir vita sjálfsagt ekkert um það hjá Berlinske Tidende en þetta var það fyrsta sem þjóðin hafði verið sammála um í langan tíma - tímamót í virku lýðræði á Íslandi.  Við hverfum ekki svo glatt til baka aftur fyrir þann tíma.
mbl.is ESB leiðin út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landkynning v/s ímyndarvandi?

„Þetta er mikil kynning fyrir Ísland að fá þessar vélar í loftið í
gegnum svo þekktan fréttavef sem CNN fréttavefurinn er,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá Mílu.  Einhvernvegin finnst mér þetta nánast vera að bera í bakkafullan lækinn að demba hörmungafréttum frá eylandinu í nyrðra.  En kannski er þetta eins og heitir á bankamáli: tilraun til leiðréttingar á ímyndarvanda mörlandans.
mbl.is CNN sendir beint frá gosstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað segir flokksforrystan nú?

Hvernig má koma þessu yfir á andstæðingana?  Eða er ekki bara betra að horfast í augu við eigin mistök!
mbl.is Hærri styrkir en Samfylking gaf upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband