Wesley og þjófurinn
7.6.2008 | 06:27
Eitt sinn er evangelistinn John Wesley (1703-1791) var á leið heim kvöld eitt eftir samkomu var ráðist á hann. Þjófurinn hafði ekkert uppúr krafsinu utan nokkrar smámyntir og 2-3 bækur. Þegar þjófurinn tók hinsvegar til fótanna kallaði Wesley hátt á eftir honum: Bíddu, ég hef nokkuð sem er miklu betra fyrir þig! Þjófurinn stöðvaðist og snérist á hæli. Vinur minn, sagði Wesley, kannski muntu einn daginn iðrast þessa lífsstíls. Mundu þá eftir því: Blóð Jesú Krists þvær þig af allri synd! Þjófurinn hljóp áfram burt svo Wesley bað fyrir honum, að þessi orð fengju borið ávöxt.
Árum síðar stóð Wesley við dyr kirkjunnar og kvaddi kirkjugesti, þegar ókunnugur maður kom upp að honum. Honum til mikillar undrunar var þarna um að ræða þann sem fyrr hafði rænt hann. Í millitíðinni hafði sá snúist til trúar á Jesú Krist og var orðinn að heiðarlegum kaupsýslumanni. Og það er þér að kenna, sagði maðurinn brosandi. Nei, nei, vinur minn, mótmælti Wesley, ekki ég, heldur hið dýrmæta blóð Krists sem hreinsar af allri synd.!
John Wesley hafði virkilega gefið ræningjanum þetta kvöld eitthvað miklu verðmætara: Fagnaðarboðskapinn um frelsunina fyrir Jesús Krist.
Biblían orðar það á þennan hátt: Blóð Jesú, sonar HANS, hreinsar oss af allri synd. (1Jóh 1.7)
Árum síðar stóð Wesley við dyr kirkjunnar og kvaddi kirkjugesti, þegar ókunnugur maður kom upp að honum. Honum til mikillar undrunar var þarna um að ræða þann sem fyrr hafði rænt hann. Í millitíðinni hafði sá snúist til trúar á Jesú Krist og var orðinn að heiðarlegum kaupsýslumanni. Og það er þér að kenna, sagði maðurinn brosandi. Nei, nei, vinur minn, mótmælti Wesley, ekki ég, heldur hið dýrmæta blóð Krists sem hreinsar af allri synd.!
John Wesley hafði virkilega gefið ræningjanum þetta kvöld eitthvað miklu verðmætara: Fagnaðarboðskapinn um frelsunina fyrir Jesús Krist.
Biblían orðar það á þennan hátt: Blóð Jesú, sonar HANS, hreinsar oss af allri synd. (1Jóh 1.7)