IVO SASEK fjallar um Konungsdrottnun Jesú Krists

í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi, 7. nóv. kl. 20:00

Lifirðu í Kristi? Ertu í Honum? Er Hann í þér?

Fyrirlestur verður haldinn með Svisslendingnum Ivo Sasek föstudaginn 7. nóv. kl. 20.00 í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi, Austurvegi 40 b (keyrt að bakhúsi við hliðina á Sjóvá).  Hann ætlar að fjalla um það þema sem virkar þungamiðju í þjónustu hans: Leyndarmál Krists (Kristur í okkur og við í Kristi) og hið lífræna líf í Jesú, svo notuð sé áfram líking Páls um okkur sem líkama Krists.  Ivo hefur sinnt fullri þjónustu í nánast þrjátíu ár, gefið út 17 bækur um ofangreint efni, er að auki 11 barna faðir.  Á myndinni til vinstri er hann með konunni sinni, Anni.  Enduruppbygging fjölskyldunnar í Kristi er annar hornsteinn kennslu Ivos, að fjölskyldan nái að þroska samband sitt við Guð og eignist þannig frið.  Ivo er fyrst og fremst þekkur í hinum þýsku-mælandi heimi, þar umsetinn sem gesta- og ráðstefnufyrirlesari. Það eru því sérstök forréttindi að fá hann hingað í annað sinn.  

 

IVO

Þjónusta Ivo Saseks er þverkirkjuleg, ótengdri ákveðinni kirkjudeild og hefur hann þjónað í hið minnsta 17 löndum.  Hér um ekki um að ræða neinn anga þjóðkirkju, fríkirkju né neins konar sértrúarsöfnuð af neinu tagi, heldur andlega hreyfingu sem vill tryggja ávöxt trúboðsins og hvetja til hagkvæmrar einingar, skuldbindingar og andlegs þroska kristinna.  Hann hefur leitt saman kristið fólk af ólíkum bakgrunni, kirkjudeildum og uppruna, og kennt hvernig hægt sé að vinna að sameiginlegum markmiðum með frið Krists sem

hinn eina tilgang.  Ivo hefur framleitt og leikstýrt 5 bíómyndum í fullri stærð, þeirri síðustu 2008 „Sophie“.  Í öllum tilvikum er um að ræða kvikmyndir með sterku kristnu yfirbragði og innihaldi. 

Umfjöllunin er öllum opin, verður á þýsku með íslenskri þýðingu og er að sjálfsögðu ókeypis eins og öll þjónusta Ivos.  Nánari upplýsingar er að fá hjá Ragnari og Hildi í síma 483·3239 / 824·3939 eða með spurningum á netfangið >berg44@simnet.is<.  Boðið verður uppá efni eftir Ivo og samræður að loknum fyrirlestrinum.


Bloggfærslur 2. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband