Færsluflokkur: Heimspeki
Kurteis varnarviðbrögð
12.4.2018 | 13:11
Ég held að enginn hafi farið varhluta af þeim góðu og áhugaverðu hlutum sem #metoo hefur haft í för með sér. Allskyns hlutir hristir upp á yfirborðið og allt mundar þetta í átt að betri heimi fyrir bæði kynin. Nýjast af Nobelsnefndinni (var annars að endurlesa Nóbelskvæði eftir Þórarinn Eldjárn - mikið skáld er maðurinn). En einhverstaðar þykir mér þessar galdrabrennur orðnar þreytandi. Nú skal leitað áratugi aftur að flekklausum kandídötum. En allt þetta kom upp fyrir kosningu Ragnars Þórs. En ´jafnréttis´fulltrúinn (forkonan) er ósáttur. Kannski við kyn Ragnars? Læðist að grunurinn hvort eitthvað annað ´agenda´ sé í gangi.
Ég kaus hann á grundvelli yfirburða sinna umfram aðra frambjóðendur, til að sinna starfi sínu sem fulltrúi kennara. Ég kaus líka Önnu Maríu á sömu forsendum. Ég hef kynnst báðum lítillega og treysti bæði þeim kynnum og því orðspori sem af þeim fer, fyrir atkvæði mínu. Ég er ekki kunnugur æsku þeirra og uppvexti, þekki ekki mataræði né útivistarpælingar þeirra, veit ekki um hobbý né uppáhalds rithöfund (fyrrnefndur Þórarinn er ofarlega hjá mér). Veit ekki einusinni hvort þau eru á sakaskrá. En ég treysti þeim báðum til að leiða kennarastéttina á betri stað, með eða án mín.
Áskorun til Ragnars á þingi kennara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |