Færsluflokkur: Samgöngur
Í stæði eða sæti ...
2.12.2017 | 08:43
Vil gauka nokkrum ágætum hugmyndum að eigendum Isavia svo þeir sjái nú fram á enn bjartari daga en orðið er. Leitt að vita til þess að þeir séu svo aðþrengdir að þeir sjá sig tilknúna til að hækka gjöldin fyrir aðkomu - og brottfararfarþegana.
En mér datt í hug hvort ekki væri snjallræði að krefjast stöðugjalds enda stendur fólk þarna í biðröðum endalaust, sjálfum sér og öðrum til ama. Að ógleymdu sliti á gólfefnum. Síðan mætti rukka þá um hærra gjald sem eru svo bíræfnir að krefjast sætis. Jafnvel tvískiptingu sætisgjaldsins, ögn lægra fyrir þá sem sitja á gólfinu, þó ekki mikið.
En í alvöru
nú hef ég farið á marga flugvelli í mörgum löndum, jafnvel farið með rútu eða opinberum samgöngum á allnokkra. Aldrei, aldrei hef ég þurft að borga eins rosamikið bara fyrir það að komast á völlinn og á Íslandi. Sem mun efalaust hækka við aukinn kostnað rútufyrirtækjanna. Og bílastæðin á KEF eru það dýr að kannski sveitafélög á Reykjanesi gætu boðið uppá vöktuð bílastæði og strætóferðir á völlinn. Væri fróðlegt að skoða hvaða bílastæði séu dýrust miðað við aðstöðu.
Rukka fyrir stæði hópbíla við Leifsstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |