Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Fjármagnsstýrðu stórfyrirtækin

Og baráttan gegn auðstýrðum stórfyrirtækjum heldur áfram.  Mig minnir að í myndinni “Inside Job” hafi komið fram að Hillary hafi notið dyggs stuðnings lyfjafyrirtækjanna, alkunna er hinsvegar að de Niro er dyggur demókrati svo ég hvet alla að skoða nú myndina sjálf, hvort hann hafi tekið þessa ákvörðun af pólitískum þrýstingi eða vegna þess sem hann nefnir.

heimasíða VAXXED HÉR

Og á meðan þessi mál finna sér leið getum við ornað okkur við að Hollvúdd hefur loks þor í sér að grípa upp 8 ára gömul mál auðstýrðra stórfyrirtækja og gera þeim skil með tilheyrandi stjörnufans.  Rotten Tomatoes segir 88%


mbl.is Neitar að sýna Vaxxed
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannúðlegur, aðþjóðamenningarsinnaður intellektúel?

En í alvöru: Erum við ekki komin með nóg af grínistum í opinberum stöðum?


mbl.is Davíð Þór íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillary Íslands?

Jæja þá er feminíska, fjármálatengda framboðið komið.  Eins og Hillary með Wallstreet og Goldman Sachs tengslin.  Nokkuð augljóst hvaða fólks hún telur sig höfða til…

Munið það konur að kjósa nú ekki eftir frambærileika heldur kyni.


mbl.is Halla ætlar að bjóða sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir og GUÐ

Þessi fyrirtæki hafa orðið meira vald en löggjafinn og framkvæmdavaldið.  ALLIR sitja og standa eftir þeirra höfði, þeir setja gjöld á hvern aur sem er hreyfður innan veggja þeirra og ráða lífi og dauða.  Svoldið eins og Guð.  Öfgasinnaða fólkinu í Vantrú væri nær að berjast á móti þessum Mammon. bankar


mbl.is Vissu af „dauðalistanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Judge Dredd og við

Nú þekki ég svosem ekki aðstæður lögreglunnar í Manitoba, reikna raunar með því að þær séu betri en kollega þeirra á Íslandi … en greinin segir frá svona Judge Dredd atburði, þar sem fólkið fer sjálft á stúfana að leita sér réttlætis.  Sjálfsagt er hægt að velta vöngum út frá greininni af hverju nefndur Stefan hafði ekki samband við lögreglu.  Ég heyrði rétt nýverið sögur af manni sem bjó í íbúð yfir heimilisofbeldi.  Eitt kvöldið voru barsmíðarnar svæsnari en önnur kvöld svo hann hringdi í lögregluna, sagði að í íbúðinni undir sér væri partí og á lyktinni fyndi hann að sterk eiturlyf væru höfðu um hönd.  Innan nokkurra mín. var lögreglan komin.  Það fylgdi sögunni að hann hafði hringt áður inn upplýsingar en lögreglumaður á vakt sagði lögregluna einfaldlega vera of fáliðaða til að sinna svona verkefnum - þannig að hann (eins og Stefan) greip til sinna ráða.
Þegar stjórnvöld skera endalaust niður við grunnþjónustuna hvað er þá tiil ráða?


mbl.is Gaf sig fram eftir vinabeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlaskólinn #922

Fjölmiðlaskólinn
#922 ´Hvernig fara skal að við að koma óorði á fólk og stofnanir að ósekju.´
Einföld en áhrifarík leið til að koma óorði eða höggi á fólk og/eða stofnanir (hér nefnt ´viðfang´) sem ritstjórninni eða fjárhaldsmönnum fjölmiðilsins er í nöp við.  Taka skal atburð sem breið samþykkt er fyrir að sé hræðilegur eða ömurlegur á einhvern máta og hann tengdur við viðfangið.  Ekki skiptir öllu máli hversu lausleg tengingin er né hvort hún sé raunveruleg á nokkurn máta.  Látið þess getið í fyrirsögn.  Aðalatriðið er að skapa hugrenningatengsl milli tveggja hluta.  
Dæmi: Tengið líkfund við viðfangið. Tengið viðfangið við nauðgun og/eða fíkniefnaneyslu.


mbl.is Leigðu á Airbnb og fundu lík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

framhjáhaldið ...

Hvaða kona getur haldið í við stafrænu mellurnar sem eru til í tuskið hvenær sem er sólarhrings, hafa aldrei persónulegar skoðanir, þurfa engin skoðanaskipti, hvorki ást né tilfinningar, verða ekki óléttar …  Óskuldbundnir tvíviðir partnerar í kynvædda gerfiheiminum. 

Líklega þurfa aðrir aðilar en kynlífsfræðingar og kynjafræðingar að rannsaka orsakir og afleiðingar klámfíknarinnar.


mbl.is Er kærastinn fastur í klámheimum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við Snowden til Íslands?

Já, bjóðum endilega Snowden til íslands enda þótt ekki nægi að hann komi til að við verðum „land gagn­sæ­is og borg­ara­legra rétt­inda, lýðræðis­legra vinnu­bragða“ eins og Róbert heldur. 

Hinsvegar held ég að mikilvægt sé að við bjóðum velkominn baráttumann fyrir borgaralegum réttindum, og gegn ranglátum stjórnvöldum.  Snowden er tákn fyrir réttlætið eins og Björk er tákn fyrir frumleika eða Hillary er tákn fyrir spillingu og auðræði.

Snowden


mbl.is Vill að Edward Snowden fái hæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kostir og gallar

Enda þótt þetta sé náttla hið hryggilegasta mál í hvívetna getum við þó glaðist yfir mörgu.  

T.d. því að fólk skuli ennþá geta haft skoðanir á myndlist.  Hallgrímur sem var lengst af góðvinur útrásarinnar en snéri við í hruninu eins og svo margir, hefur í verkinu upp ákall til list(ó)vinanna: ´can I be with you?´  Og þegar einhver aktívisti meðal þeirra svarar kalli listarinnar gæti mörgum þótt tilefni til að gleðjast.  Eins og yfir kollega Hallgríms í kassanum.  Síðan geta listfræðingar og hagfræðingar velt vöngum yfir hvað þetta svar þýði á listgagnrýninn máta.  Sýnist sjálfsagt sitt hverjum.

Nú er Hallgrímur þar að auki kominn í hóp ofurlistamanna á borð við kanónur eins og van Gogh og Rembrant sem eiga það á CV-inu sínu að verk þeirra hafi orðið fyrir árásum og eyðileggingum.  Þetta eykur vafalítið verðgildi þeirra verka sem Hallgrímur á óseld og safnarar vilja nú ólmir bæta í söfnin sín.

Síðan má ekki gleyma því að við sérhvert listaverk sem skilur eftir skarð, koma tryggingarnar inn með ákv. upphæð sem má fjárfesta í að nýju.  E.t.v. ættu listaspírur því að setja það á oddinn (helst í fornáminu) að skemma allavega eitt verk á önn eftir einhvern lengra kominn (verðandi) kollega sinn.

Kannski var þetta bara hið besta mál þegar upp er staðið …?

Því raunar eru málverk ekkert annað en litir misvel fyrirkomið á strigapjötlu.


mbl.is Listaverk í HÍ eyðilagt með hnífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífsbjörg öðlingsstéttarinnar

Já og enn og aftur getum við státað okkur af læknunum okkar sprenglærðu sem kunna að gefa út svo margar ólíkar tegundir af sýkla- og penicillinafbrigðum.  Þeir hafa setið á skólabekk margir hverjir áratug og lært allt sem nöfnum tjáir að nefna um allar meinsemdir mannanna.  Þeir ráða orðið öllu um líf og dauða og jafnvel þótt þeir berjist árangurslaust gegn vorgangsröðunarlistum á spítölunum þýðir ekki að fást um það, peningarnir eru jú einusinni öflugra hreyfiafl en eiðurinn hans Hippókratesar.  Bullukolla hlýtur hún Sallý að vera að hnýta svona í þessa öðlingsstétt, ekki trúi ég þessu uppá blessað fólkið að efa sér ekki tíma í að skoða ástæður veikindanna okkar.  Hvað var nú aftur ástæða lekanda … fjöllyndi? Kannski þeir finni leið til að vinna ögn í því, kannski í samvinnu við Kára?


mbl.is Lekandi gæti orðið ólæknandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband