Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kerry fordæmir aðgerðaleysi

bob-doleKerry fordæmir aðgerðaleysi.  Stendur alls ekki aðgerðalaus sjálfur og blæs til stríðs.  Ögranir og ógnanir.  Bandaríkin vilja hefja þriðju heimsstyrjöldina í stað þess að reyna að koma valdaránsstjórninni frá og hvetja til kosninga í Úkraínu.  Þetta er lýðræði USA.

Bob Dole, fyrrverandi forsetafrabjóðandi Repúblíkana sagði sl. mánudag að USA ætti senda vopn, þmt. skriðdreka, til Úkraínu til að hjálpa þeim að hamla gegn framgangi Rússa á eigin landi og til að senda forseta Rússlands Vladimir Putin ákveðin skilaboð.
Síðar í greininni segir Dole að þá myndi Putin skilja að þeim sé alvara.  Þetta væru afleiðingar.  Síðan bætir hann við: Utanríkisstefna okkar er veikburða.

Hérna kemur útþenslustefna Bandaríkjanna hvað skýrast fram.  Örvasa gamalmenni dreymir enn um þá tíma þegar utanríkisstefna landsins bauð þeim að ráðast inn í hvaða ríki sem var og hertaka það.  CIA fékk frjálsan aðgang að fjárveitingum til að framfylgja stefnunni.  Útávið stóðu Bandaríkin uppi sem fánaberar hins frjálsa heims, merkisberar lýðræðis en bak við tjöldin snérust árásirnar um aðgengi að olíu, fjármagni og vald.  Ekki mikið breytst.  
Bendi sérstaklega á merkið sem Dole ber í barmi sér: power of kindness.
mbl.is Varar við frekari refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti sjálfstæðismanna does it again

Sjálfstæðismenn í Árborg stigu fyrsta óheillaskrefið í þessa átt í fyrra og ætluðu að afgreiða þetta í laumi án nokkurrar umræðu. Það tókst ekki enda var nánast því samhljóða andbyrinn sem stóð gegn þessum hugmyndum.  Öll rök bentu á hversu vanhugsuð og skammsýn þessi ákvörðun væri:  

  • ekki væri nokkur leið að bjóða upp á viðlíka þjónustu fyrir skólaumhverfi í Árborg fyrir þá fjármuni sem ættu að sparast. 
  • kippt væri fótunum undan þjónustu við minni sveitarfélög og skóla sem yrðu þá í uppnámi eða án þessháttar þjónustu sem skólaskrifstofan veitir. 
  • almenn óánægja skólafólks og foreldra með úrsögnina.  

Ég minni líka á hvernig sú eina sjálfstæðismanna í Árborg sem sá þetta mál í stærra samhengi, Elva Dögg, valdi að hætta stjórnmálaafskiptum með sjálfstæðismönnum frekar en að selja samviskuna. Þar fór góður stjórnmálamaður - mættu fleiri vera óviljugir til að fórna langtímahagsmunum landsins (lesist hér: sveitarfélagsins) fyrir skammtímahagnað. Ég bloggaði um þetta í fyrravor þegar úrsögnin vofði yfir, bloggið er að finna hér.


mbl.is Árborg hættir í skólasamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunblaðið og klámið

Við fjölskyldan búum við ströndina og horfum gjarnan út á hafið, þekkjum vel styrk þess og afl, höfum sé brimið ganga yfir sjóvarnargarðinn og löðrið í sunnanáttinni baða mæni húsanna hérna í þorpinu.  Við settumst því saman við mbl.is og horfðum dolfallin á afl og vald flóðbylgjunnar sem engu eirði í Japan á föstudaginn var.  Það sem fór hinsvegar í taugarnar á mér voru þessar ófjölskylduvænu auglýsingar sem birtust alltaf í byrjun hverrar fréttar.  Eftir að hafa horft á nokkrar þeirra var ég farinn að kalla skjámyndina niður á meðan þær hljómuðu.  Samt náði elsti strákurinn minn að reka augun í eitthvað sem vakti forvitni hans: „Pabbi hvað er milf?“  Hann sló því inn hjá StartingPage og var kippt inn í viðbjóð klámheimsins við litla hrifningu okkar foreldranna.  Okkar fyrstu viðbrögð voru að nota þetta tilefni til að herða síuna á leitarvélinni.   Á sama tíma og leitarvélar bjóða flestar uppá leit sem útilokar klám (StartingPage, Google, Yahoo geta hindrað pornografískt efni af öllu tagi), hvernig má það vera að mbl.is beinlínis dæli yfir notendur netblaðsins auglýsingum sem innihalda klámtilvísanir?

Nú þykir mér fyrirtækið RING sem auglýsir með þessu móti, frekar ómerkilegt og dytti sjálfum aldrei í hug að hafa viðskipti við fyrirtæki sem stílar sér innihaldslaust inná "lifestile" og hip-og-kúl unglinga sjálfu sér til framdráttar.  En öðru máli gegnir um Morgunblaðið: væri ekki hægt að halda þessum ófjölskylduvæna hluta ritstjórnarstefnunnar innan Monitors og leyfa okkur sem þætti ágætt að losna undan honum - að ... einmitt já, losna undan honum?

Ég sendi þetta sem bréf til ritstjórnar mbl og þegar/ef ég fæ svar pósta ég það hinað inn.


Frelsið alltumfaðmandi

Já, mikið óskaplega getum við íslendingar verið fegin sem þjóð að við höfum málfrelsi umfram hollendinga og getum sagt það sem okkur býr í brjósti - án þess að eiga von á málshöfðun.  En hvernig var það nú annars, var ekki (mogga)bloggsíðu einhvers lokað vegna líkra skrifa?
mbl.is Geert Wilders fyrir rétti fyrir ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband