Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kári Amgen Trump

Alveg þykir mér ótrúleg fylgispekt fjölmiðla við lobbyista lyfjafyrirtækisins Amgen.  Maður sem er augljóslega með hagsmuni þeirra að leiðarljósi er eilíft tekinn tali þegar talið berst að hinum og þessum augljósum vandkvæðum á framkvæmd sóttvarnarhugmynda Þórólfs. Rétt eins og engir aðrir vísindamenn séu málshæfir.  Læðist hreinlega að mér sá grunur að fjölmiðlar fylgi einhverju agenda?

Getum við ekki reynt að hafa hlut þrýstihópa lyfjaframleiðenda sem smæstan í stað þess að leyfa þeim að sitja í kjöltu forsætisráðherra (eða er það omvent?) og vera þá sem ríkisstjórnin virðist leita til annara fremur.  

Langar annars að taka ofan fyrir Sigríði og reyndar líka Brynjari Nielsen sem bæði hafa sýnt sig og sannað sem talsmenn réttsýnnar umræðu sem tekur tillit til allra þátta.


mbl.is Sigríður sendir Kára pillu vegna Trump-samlíkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Amnesty International

Þótt bloggið sé ekki í lóðbeinu framhaldi af fréttinni læt ég slag standa:

OPIÐ BRÉF TIL AMNESTY INTERNATIONAL
(
líka sent beint til þeirra)

Sent í kjölfar undirskriftaákalls þeirra dags 6.3.2020, einungis 3 dögum eftir aftökuna á Íranska generálnum Qasem Soleimani.

Úr ákallinu: „Skrifaðu undir núna og kallaðu eftir því að íslensk stjórnvöld veki athygli á stöðu mannréttinda í Íran og krefjist aðgerða á alþjóðavettvangi.“

Óskaplega er ég hissa á þessum eilífa undirlægjuhætti ykkar gagnvart Bandaríkjunum. Þegar mannréttindabrot eru framin um gjörvalla heimsbyggðina, set ég stórt spurningarmerki við þá pólitísku réttlætingu og kattarþvott sem þetta síðasta aðgerðaákall Amnesty hefur í för með sér.

Þegar ákvörðun Bandaríkjaforseta að beita dróna (fjarstýrðum leynimorðingja) til að taka háttsettan herforingja erlends ríkis af lífi ógnar hnattrænum friði - eruð þið ykkur meðvituð um þann pól sem þið takið í hæðina með aðgerðarákalli ykkar?

-Hvaða kröfu gerir Amnesty gagnvart aðalatriðum í samskiptum sjálfstæðra ríkja? Augljóst er að mannréttindi eru brotin víða á vesturlöndum, þ.m.t. í USA, svo eðliegt er að spyrja hvaða utanríkispólitík samtökin fylgi?  M.ö.o. hvernig sé forgangsraðað í aðgerðaákalli samtakanna.

-Þykir ykkur eins og USA í góðu lagi að leika löggjafa, dómsvald og framkvæmdavald í málum annarra ríkja með svo afgerandi hætti sem varð í Íran? (Ég fordæmi írönsk stjórnvöld fyrir allskyns mannréttindabrot, EN sný samt ekki blinda auganu að þessu enn stærra vandamáli sem snertir alla heimsbyggðina, þessum RISAVAXNA bleika fíl sem troðfyllir stofuna.)

-Þykir ykkur e.t.v tilgangurinn helga meðalið þegar USA finnst það fullkomlega réttlætanlegt að senda dróna til að sprengja fólk í heimalandi sínu, eins og gerðist þegar þeir tóku Soleimani af lífi þann 3.1.2020?


Að lokum bið ég ykkur þess að taka mig út af póstlistanum ykkar.


mbl.is Viss um að Íranar muni ráðast á bandaríska hermenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðbæjargjörningurinn í Árborg

Nú er afstaðin mikilli áróðursherferð í Árborg þar sem aðstandendur Sigtúns þróunarsjóðs, þeir pólitíkusar sem studdu hugmyndir um „nýjan“ miðbæ og nokkrir bæjarbúar fóru mikinn í héraðsblaðinu Dagskránni (sjá tölublaðið hér) má heita furðulegt að ekki hafi fengist betri kosning. Hvet fólk til að skoða auglýsinguna í miðju blaðsins upp á 4 heilsíður ásamt fjölmörgun greinum í Dagskránni undanfarnar vikur. (Að ógleymdum heilum þætti í Hringbraut og innskoti í RÚV).  Mikið fjármagn í húfi svo allt er lagt undir.

Þeim tókst með herferðinni að telja Selfyssingum (og nokkrum íbúum til strandarinnar) trú um að valið stæði milli þess að Selfoss hefði miðbæ eða ekki.

Ekkert var þó fjær sannleikanum. Málið snérist um hvort einn sjóður ætti rétt á því að fá úthlutaða tvo hektara á besta stað á Selfossi fyrir slikk og megi reisa þar uppdiktað sögutorg. Mér skilst að Sigtún með verktökunum í Jáverk hafi boðið 225.000 á hvernin m2 sem er ca. helmingur af því sem almennt er miðað við. Sem þýðir að kostnaðaráætlanir muni líklega ekki standast með hugsanlegum tilheyrandi skuldayfirfærslu á sveitarfélagið. Áhugaverð gjafmildi er líka niðurfelling gatnagerðargjalda uppá 400 milljónir. Þetta ber sterka lykt af pólitískum gjörningi og forvitnilegt verður að sjá hvernig þessu vindur fram.
Má kannski bæta við að herferðinni tókst að kæfa það hvernig gildandi skipulag miðbæjarins gerði ráð fyrir að framkvæmdir á miðbænum hæfust að ári liðnu. Og þar hefðu íbúar efalaust haft meira um það að segja hver niðurstaðan yrði.

En við gleðjust yfir því frábæra framtaki sem knúði fram íbúakosningu um svæðið. Og að rétt tæp 40% íbúa Árborgar hafi séð þetta réttum augum er líka gleðilegt inn í framtíðina. Við skulum bara muna hverjir stóðu að þessu þegar líður að kosningum að nýju.


mbl.is Boltinn hjá íbúum og verktökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnameðferð stórvelda

Bara svo enginn fari í grafgötur um söfnun einkamála þá eru Bandaríkin langefst í þessu með NSA í fararbroddi margra jafningja. Síðan mætti nefna Facebook sem hafa orðið viðurkennt að starfa með stjórnvöldum og að selja hæstbjóðandi upplýsingar. Ógleymdur er Google sem bókstaflega gerir út á þessi mið með sérstaklega ábatasömum hætti.


Sjálfsagt að halda þessu til haga, samanburðarins vegna.


mbl.is Notuðu Fan ID til að finna ræningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bresku fjölmiðlanasistarnir

Hef söguna annarstaðar frá:

Don't know what his actual words were, only the translation form my local news; "from the British medianazis, we demand freedom."
The jumper was wearing a t-shirt advertising a book on Amazon, dealing with the "three corrupted institutions", British media, politics and literature.


mbl.is Brúin greiddi leiðina að sviðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin ólíku andlit Ísraels

Og í gær bárust fréttir af loftárásum Ísraela á Palestínu.
Læt fylgja krækju frá rt.com fyrst Mbl birtir engar upplýsingar.

Margítrekaðar loftárásir Ísraela í N-Gaza á Beit Hanoun

Er þetta kannski hluti af ´fjölbreytileikanum´ sem Netta er að prísa?


mbl.is Ísrael vann Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er líka hugsi

Ég er mjög hugsi yfir viðbrögðum stjórnarmanns í Hörpu sem er hugsi yfir viðbrögðum formanns VR yfir græðisvæðingu og launamisrétti sem við gengst í ofurdýra og ofurhannaða ofurhúsinu við höfnina.
Er hugsi yfir því að hann átti sig virkilega ekki á því misrétti sem stjórn Hörpu hvetur til og tekur þátt í. Í stað þess að skoða úrskurð kjararáðs og fylgja honum, möo. að fylgja því sem er að gerast í íslensku launaumhverfi, kýs hann að bera fyrir sig nauðsyn þess að fylgja erlendum straumum í launaveitingum. Upplifir hann virkilega að nú sé 2008 launaumhverfi? Er ekki árið 2007 honum ofar í huga?
Og að lokum, ætti ekki það erfiðasta sem stjórnandi lendir í að vera rúinn trausti, spilandi staurblindur í fílabeinshörpuna sína, frekar en að einhver bendi honum á hvernig fyrir honum er komið svo hægt sé að aðlaga sig?

Tek síðan að gefnu tilefni að ofan fyrir formanni VR sem er farinn að haga sér eins og sannur verkalýðsforingi. Engin furða þótt sillkihúfurnar verði hugsi enda langt síðan að verkalýðsforingjar réðust til starfans sem þorðu að rísa upp og standa með sínu fólki.


mbl.is Hugsi yfir viðbrögðum formanns VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmisgefandi persónuvernd

Nú þykir mér persónuvernd frekar mikið mál. En ekki eru allir sama sinnis. Maður mér nákominn spurði mig hvort ég hefði svona mikið að fela, hvatti mig til að vera bara með hreint mjöl í mínu pokahorni. Sama virðist hafa verið uppi á teningunum hjá velflestum Facebooknotendum þegar nú á dögunum upp komst um strákinn Tuma (sem flestir reyndar vissu) að Zuckerberg hefur þénað sér gullrassinn á sölu upplýsinganna um notendur Facebook. Eins og líka Google á sama máta. Fólki virðist hreinlega standa á sama. Enda fíkniefni seld þarna og sjálfsagt margt annað sem ég vil ekki einusinni heyra af.

En annað merkilegt gerist þegar netleitað er að ´privacy’ (persónuvernd) og sem Wikipedia orðar svo:
Privacy is … the right not to be subjected to unsanctioned invasion of privacy by the government, corporations or individuals (Persónuvernd er rétturinn til að verða ekki viðfangsefni óleyfilegrar innrásar yfir mína persónu af völdum stjórnvalda, fyrirtækja eða einstaklinga.) Fyrst engin félög eru þarna þrýstihópar (persónuvernd er þarna óvirk stofnun í þágu þess hóps sem mestri upplýsingasöfnun beitir) eru það bara kjörnir fulltrúar sem standa að þessu?  Þarna rís upp píratinn í mér og verð að viðurkenna að mér er það illmögulegt að sjá bandalag Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar koma þessum málaflokki í höfn. Verst að Birgitta sé farin.


mbl.is Nýtt persónuverndarfrumvarp „á næstu dögum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#égstyðljósmæður

Ljósmæður hafa tekið á móti öllum mínum börnum, það elsta fæddist á Eiríksgötunni og öll hin heima.  Á þessar stétt meira að þakka en flestum öðrum.  Verð líka að bæta því að enda þótt ég gleðjist yfir stuðningi Læknafélagsins við málstað ljósmæðra, stafar vandi ljósmæðranna m.a. af oftrú samfélagsins á læknum og vélunum þeirra sem segja ping. 


mbl.is Stjórn Læknafélagsins styður ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boltinn að rúlla

Já, nú fer boltinn að rúlla fyrir Miðflokknum.  Veit ekki til að Geir hafi verið orðaður við stjórnmál utan KSÍ.  Síðan var hann jú framhaldsskólakennari með raungreinaáherslu.  Verður spennandi að fyljgast hverju reikningshausinn með íþróttirnar í blóðinu fær framgengt í þessu gamla D-sveitarfélagi.


mbl.is Geir oddviti Miðflokksins í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband