Miðbæjargjörningurinn í Árborg

Nú er afstaðin mikilli áróðursherferð í Árborg þar sem aðstandendur Sigtúns þróunarsjóðs, þeir pólitíkusar sem studdu hugmyndir um „nýjan“ miðbæ og nokkrir bæjarbúar fóru mikinn í héraðsblaðinu Dagskránni (sjá tölublaðið hér) má heita furðulegt að ekki hafi fengist betri kosning. Hvet fólk til að skoða auglýsinguna í miðju blaðsins upp á 4 heilsíður ásamt fjölmörgun greinum í Dagskránni undanfarnar vikur. (Að ógleymdum heilum þætti í Hringbraut og innskoti í RÚV).  Mikið fjármagn í húfi svo allt er lagt undir.

Þeim tókst með herferðinni að telja Selfyssingum (og nokkrum íbúum til strandarinnar) trú um að valið stæði milli þess að Selfoss hefði miðbæ eða ekki.

Ekkert var þó fjær sannleikanum. Málið snérist um hvort einn sjóður ætti rétt á því að fá úthlutaða tvo hektara á besta stað á Selfossi fyrir slikk og megi reisa þar uppdiktað sögutorg. Mér skilst að Sigtún með verktökunum í Jáverk hafi boðið 225.000 á hvernin m2 sem er ca. helmingur af því sem almennt er miðað við. Sem þýðir að kostnaðaráætlanir muni líklega ekki standast með hugsanlegum tilheyrandi skuldayfirfærslu á sveitarfélagið. Áhugaverð gjafmildi er líka niðurfelling gatnagerðargjalda uppá 400 milljónir. Þetta ber sterka lykt af pólitískum gjörningi og forvitnilegt verður að sjá hvernig þessu vindur fram.
Má kannski bæta við að herferðinni tókst að kæfa það hvernig gildandi skipulag miðbæjarins gerði ráð fyrir að framkvæmdir á miðbænum hæfust að ári liðnu. Og þar hefðu íbúar efalaust haft meira um það að segja hver niðurstaðan yrði.

En við gleðjust yfir því frábæra framtaki sem knúði fram íbúakosningu um svæðið. Og að rétt tæp 40% íbúa Árborgar hafi séð þetta réttum augum er líka gleðilegt inn í framtíðina. Við skulum bara muna hverjir stóðu að þessu þegar líður að kosningum að nýju.


mbl.is Boltinn hjá íbúum og verktökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband