Með eða á móti sjálfsvígi?

Ef ég skil þessa grein rétt þá gefur landlæknir grænt ljós á Seroxat sem kom í ljós fyrir 15 árum síðan að yki líkurnar á sjálfsvígi neytenda.  Og réttlætingin á því sé að öll lyfjameðferð gegn þunglyndi feli í sér „aukna áhættu á sjálfsvígi.“

Við meðferð á sjúkdómnum þunglyndi sem m.a. getur leitt til sjálfsvígs mælir Landlæknisembættið með lyfjum sem auka líkur á sjálfsvígi.  Skil ég þetta rétt?  Og þetta finnst þeim í lagi? 

Segið mér að þetta sé mbl.is að brengla niðurstöðum.

Einhver sagði mér síðan nýlega að Íslendingar tækju meðst allra þjóða heims af geðlyfjum, ætli þetta sé satt?


mbl.is Fengu umdeilt þunglyndislyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

*einkunnirnar

einkunn, miskunn, forkunn, vorkunn ... hvaða fleiri orð voru það aftur sem beygjast eins... ?

Blaöamönnum sem ekki kunna að beygja íslensk orð ráðlegg ég að fletta uppá ´Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls´ hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.  Flest orð íslenskrar tungu og ef svo skyldi vilja að þið rækjust á orð sem ritstjórinn, Kristín Bjarnadóttir, hefur ekki enn sett inn, er hún mjög hjálpleg við slíkt.  Muna núna að vista krækjuna: http://bin.arnastofnun.is/leit/?q=einkunn

einkunn.png


mbl.is Kastaði staurnum til sigurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11. september

Í tilefni dagsins er viðeigandi að minnast þeirra sem féllu 11.9.2001 

Margir hafa heiðrað minningu þeirra en ég held hreinlega að ég hafi hvergi heyrt minnst á „Minnismerki tileinkað heimsbaráttunni gegn hryðjuverkum“, líka þekkt sem „Minning társins“ eða „Sorgartárið“.  Á sökkul verksins eru höggvin inn nöfn allra sem létust þarna.  Minnismerkið var afhent persónulega af Vladimir Putin sem gjöf til bandarísku þjóðarinnar frá Rússum.  Staðsett í Bayonne NJ, USA.

Sorgartárið


Veitir Ísland stríðsbrölti USA brautargengi?

Óttalegur heimóttarskapur er þetta sífellt í ykkur að upphefja USA sem bjargvætt yfirhöfuð einhvers.  Þeir hafa farið með ofbeldi og ránum inn í hvert landið á fætur öðru við botn Miðjarðarhafs,stundum með Ísrael, stundum með NATO og skilja löndin eftir í rúst, eymd og volæði.  Úraníumskot USA í Afganistan gerðu landið óhæft til byggðar og síðan kalla þeir sig ´friðar´gæsluliða?  Þeir dældu vopnum og peningum í herskáa milizhópa í Sýrlandi á dögum Saddams sem síðan stigbreyttust í IS.  Endilega horfið þið á aðrar sjónvarpsstöðvar en CNN eða Reuter.  Mæli t.d. með Aljazeera eða t.d. RussiaToday annað veifið svo þið festist ekki alveg í pro-USA áróðrinum.
En vegna hans Houstons sem kíkir inn á öll kanablogg, því fer fjarri að ég hati bandaríkin og enn síður bandaríkjamenn.  Hinsvegar set ég miklar efasemdir um að geopolitísk framganga USA í nágrannaríkjum Rússlands og fyrir botn Miðjarðarhafs þjóni heimsbyggðinni.  Þjóni í raun engum öðrum en þeirra eigin hagsmunum.


mbl.is Bandaríkjaher skoðar mannvirki á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband