Kristna grúppan Jonas Brothers

Ég var að hlusta á athyglisverðan þátt í dag í útvarpinu (þessu allra landsmanna, munið þið?) þar sem Magnús R. Einarsson í þættinum Heimsauga fræddi þjóðina um kristnu hljómsveitina Jonas Brothers.  Raunar var umfjöllunin ekki minna um Russel nokkurn Brand sem lét Purity ring þeirra bræðra fara fyrir brjóstið á sér.  Þeir bera sumsé þennan hring hreinleikans sem tákn þess að þeir ætli ekki að hafa samfarir fyrir hjónaband.  Og til að gera Magnúsi enn meiri óleik dópa þeir hvorki né drekka.  Hann fussaði yfir því hvernig rokkið væri nú búið að missa hjartansblóðið, sex&drugs&rock&roll orðið útþynnt og slappt.  Engir drungalegir draumaprinsar, engir mjaðmahnykkir?

Þótt ég þekki þessa hljómsveit ekki neitt finnst mér mikið (MIKIÐ) til koma til þessarrar ákvörðunar og hefði svo sannarlega viljað hafa borið gæfu til að hafa haldið mér hreinum fyrir hjónaband.  Magnús sagði síðan (reyndar án þess að hafa skilið það til fulls að þeir væru mótsvar) að á sama tíma væru kynsjúkdómar unglinga að aukast, óléttur og ólöglegar fóstureyðingar og sú sálarkvöl sem því fylgir.

Fréttir berast stöðugt um nauðganir (samræði við stúlkur undir lögaldri) í partíum víðsvegar um landið.  Valið gæti orðið svo miklu einfaldara.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband