Mesta ógnin við heimsfriðinn
22.8.2014 | 19:59
Oft kemur mér það þannig fyrir sjónir að útþenslustefna Bandaríkjanna og þörf þeirra fyrir bjarga verðlausum gjaldmiðlinu sínum vera mesta ógn við heimsfriðinn sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir.
Þeir stóðu að baki valdaráninu í Úkraínu og styðja þau stjórnvöld með vopnum og peningum. Þeir sjá Ísrael (USrael) endalaust fyrir vopnum og peningum. Írak, Sýrland og NSA, ACTA, CISPA, Guantananamo og Bagram. Eins og einhver sagði: þurfum við eitthvað að ræða þetta?
Og síðan þegar til stendur að útmála IS (fyrrv. ISIS) sem ógn við heimsfrið USA hættir mér til að "follow the money trail" og velta vöngum fyrir því hverjir standi raunverulega að baki IS.
![]() |
Mesta ógn Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gylfi og tjáningafrelsi samkynhneigðra
8.8.2014 | 10:47
Grand af hinsegin dögum að bjóða rödd Gylfa velkomna á hátíðina. Hans rödd hefur nefninlega verið kefjuð í umræðunni og nokkuð sem mér fannst alltaf vera að nauðsynjalausu. Hans rödd var nefninlega gríðarlega mikilvæg og órættmætt að dæma hana sem hatursáróður. Það stríðir t.d. líka gegn minni siðverðisvitund að láta börn horfa á fólk sjúga súkkulaðityppi með ögrandi tilburðum. Ef mig minnir rétt var það einn grundvöllurinn að ákærunni hans Gylfa. Ég trúi því að kyn- og klámvætt samfélag skapi spennu sem rýrir ró og gæði samfélagsins, eykur vandamálin frekar en að draga úr þeim. Og kannski mætti skjóta því að orðið ´fordómar´er rangt orð yfir mína skoðun.
Ef Gylfi er rödd einhvers hóps (fjölmenns/fámenns?) þá verður að leysa úr þeirri togstreitu sem kemur þarna upp. Í samfélagi sem kennir sig við lýðræði verður að finna leiðir til að bera klæði á vopnin og leita leiða þar sem allir lifa sáttir. Það að Gylfi sé tekinn fyrir á opinberum vettvangi og rödd hans smættuð og gagnrýnd er óþolandi í samfélagi sem lætur sig tjáninga- og málfrelsi einhverju varða. Jafnvel og sérstaklega þegar röddin skarast á við manns eigin skoðanir. Því að á nákvæmlega sama máta og rödd samkynhneigðra fær að gjalla, eins þurfa allar raddir að heyrast.
![]() |
Gylfi Ægis velkominn á Gay Pride |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En hvar er auroracoin statt?
5.8.2014 | 14:20
![]() |
Selur flugfargjöld fyrir bitcoin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Illugi og Eva -
4.8.2014 | 17:03
![]() |
Segir dólgafemínisma ekki vinsælan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 2.9.2014 kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Merkilegar leiðir mannréttindabaráttunnar
2.8.2014 | 09:03
Eftir að mannréttindasáttmáli Evrópu var undirritaður árið 1950 hefur ýmislegt bæst við. Sáttmálinn á náttúrulega að halda utanum allt það sem við mannfólkið teljum vera mannréttindi og gildi fyrir alla, þannig að viðaukar og viðbætur bætast við reglulega eftir því sem stjórnvöld eflast að visku og réttsýni.
Allt er þetta þó skilgreiningaratriði og sumir hlutir settir á oddinn á meðan aðrir hverfa í gleymskunnar dá. Á Íslandi er t.d. barátta homma og lespía á algleymi á meðan 40% heimila landsins hverfa úr eign fjölskyldanna yfir til bankanna. Fólk forgangsraðar réttindabaráttu samkynhneigðra í hag á meðan tæplega helmingur þjóðarinnar missir húsnæði sitt.Réttindi farmanna víkja fyrir réttindum Alcoa og RioTinto eins og DV bendir á. Tjáningarfrelsi innflytjenda víkur fyrir tjáningarfrelsi stjórnmálamanna eins og Hanna Birna kennir - líka í DV.
Og aftur að samkynhneigðum: það séu mannréttindi að fá að gefa blóð? Að litið sé framhjá þeirri kröfu þiggjenda að fá heilbrigt blóð svo samkynhneigðir losni við að fá á sig "ljótan stimpil?" Er þetta þjóðfélag orðið alveg geggjað? Hversvegna í ósköpunum er hlaðið svo undir tiltölulega lítinn hóp manna og kvenna sem kýs að lifa lífi sínu eins og það gerir? Og hefur fengið stöðu sína gagnvart öðrum samborgurum sínum svo lögverndaða að líklega er vandlætingin mín hérna dæmanleg sem hatursáróður.
Samt verð ég að segja að enda þótt ég sé stuðningsmaður mannréttinda allra handa þá eru svo massív mannréttindabrot framkvæmd á Íslandi dag hvern að nær væri að stjórnvöld hættu að skreyta sig með regnbogalitum páfuglsfjöðrum og sinntu þeim málum sem VIRKILEGA skipta máli - hinum virkilegum mannréttindabrotum.
![]() |
Samkynhneigðir fái að gefa blóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |