Frábært framtak
18.8.2013 | 17:29
Þetta væri ég til í að styrkja. Á einmitt $100 á vísum stað einmitt fyrir svona dæmi.
https://www.indiegogo.com/projects/mailpile-taking-e-mail-back/contributions/new
Samt langar mig svoldið í bol
![]() |
Íslenskur hugbúnaður fyrir friðhelgi einkalífs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lífrænn hernaður
14.8.2013 | 16:00
Ég er einmitt áhugamaður um garðyrkju og enda þótt lítil spretta hafi nú verið í salatinu þetta árið vegna slakrar tíðar þá höfum við fjölskyldan gegnum tíðina barist við snigla sem vilja gæða sér á grænmetinu okkar. Á undan okkur. Og oft meira en við kærum okkur um. Hvernig væri að það væri hægt að kaupa pardussnigla í gróðurstöðvum og jafnvel í stað eiturs eins og RoundUp og annars viðlíka óþverra. Slagorðin hljóma mér fyrir eyrum: Lífrænn hernaður - vinnum með náttúrunni - ...?
![]() |
Pardussnigillinn er vinur okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jafnrétti = lögskipuð einsleitni?
2.8.2013 | 08:13
Nú býð ég spenntur eftir því að feministar allra landa sameinist og fordæmi þessa frelsissviptingu konunnar. Því ekki aðhyllumst við einsleitni kynjanna heldur sjálfsákvörðunarrétt konunnar yfir eigin lífi ekki satt?
Eða var það ekki?
![]() |
Banna stelpum að klæðast pilsum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)