Sorgleg afstaða USA

Þetta er sorgleg afstaða sem USA tekur gagnvart Snowden og þarmað öllum heiminum.  Fyrir hans blístrublástur (whistleblow?) fékk umheimurinn via Wikileaks upplýsingar um hvernig leyniþjónusta USA brýtur mannréttindi og nánast öll lög og reglur alþjóðasamfélagsins.
Því með þessari afstöðu leggja þeir blessun sína yfir allt það sem hann barðist gegn: pyndingum í Guantanamo, mannréttindabrotum útum allan allan heim að ógleymdum njósnum meðal allra leiðtoga í heimi.  Mikilvægi hans á heimsmælikvarða á að vera reiknanlegt á þeim skala gagns sem hann færir heiminum.  Að koma upp um lygi, að fletta ofan af svikum og draga krimmana í ljósið.  Friðarverlaun Obamas ætti hiklaust að flytja yfir á hann.
Free Snowden


Hérna Snowden á TED um mikilvægi friðhelgi einkalífsins og internetsins:

Við getum síðan fabúlerað ögn um siðferðilega afstöðu almennt, er það almennt viðsættanlegt að stela til að bjarga mannkyninu, fórna einstaklingi fyrir heildina eða drepa, lífsins vegna.  Í mínum huga er Snowden hetja sem fórnaði eigin (daglegu) lífi fyrir heill heimsins.

 

mbl.is Snowden fær ekki sakaruppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöxtur 1. valdsins

Tengsl fjölmiðlunar og valds eru gríðarleg.  Sú var tíð að fjölmiðlar væru kallaðir 4. valdið og sátu þá hógværlega í forsælu þrískiptingar hins raunverulega valds: dóms-, löggjafar- og framkvæmdavalds.  En í Murdoch-skum anda sem fullyrti að hann hefði persónulega komið nokkrum ríkisstjórnum til valda og fellt aðrar, má hæglega leiða að því getum að fjölmiðlar séu jafnvel 1. valdið.  Nefni máli mínu til stuðnings hvernig forsetakosningar í USA eru háðar í og utanum tilveru fjölmiðla - og hafa verið það síðan Kennedy/Nixon 1960.
 
Tengsl fjölmiðlunar og peninga eru líka ekki minna rannsóknarefni og margir skoðað eignarhald fjölmiðlunar á Íslandi. Alþekkt er t.d. hvernig Mbl. tengist sægreifunum og Fréttablaðið/ 365 miðlar Baugsveldinu.  En við getum t.d. til „gamans“ skoðað á Forbes listanum hvað milljarðamæringarnir t.d. í topp 20 séu margir tengdir fjölmiðlun af einhverju tagi.  Lauslega taldi ég 5 en Murdoch sjálfur er bara í #77.


En af því að Björn Ingi var kaupandinn, (skv frétt RÚV) má þá gera því skóna að Framsókn ætli sér að kefja landshlutaumræðuna eða í besta falli stýra henni?  Eða eru þetta bara vaxtarórar Binga?  Á hvorn vænginn er vegið þá er það hið allra versta mál þegar frjálsir fjölmiðlar eru keyptir málstað til stýringar eða stuðnings. Hvort tveggja skerðir tækifæri á umræðu byggðri á fjölbreyttu áhorfi og skoðun.

Örfá orð um það hvernig peningar stýra umræðunni.  Er ekki kominn tími á blað sem ekki er stýrt út frá peningum heldur hugsjónum?


 

mbl.is Fótspor ehf. hættir útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skódi flotti ...

Einhverntíman keypti ég mér Skóda og fékk þarmeð tækifæri að takast á við klisjuna: Skódi ljóti ...  Þá gat maður nefninlega sagt í staðinn:

Skódi flotti
spýtir gotti

 

mbl.is Skódi fljóti, spýtir grjóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kúltúr og cash

Ég var viðskiptavinur Sparisjóðs Vestmannaeyja og lenti inni í Landsbankanum þegar sparisjóðurinn lagðist á hliðina.  Fór óhress með efasemdir mínar um ´Björgúlfsbanka´ og ´hrunadansbanka´ til kunningjakonu minnar í bankanum sem kontraði efa minn með því að benda ljúflega á að þetta væri nú eini ríkisbankinn.  Væri þannig í höndum þjóðarinnar ólíkt semkeppnisaðilunum sem eru þegar farnir að færa sig hratt uppá 2007 skaftið að nýju með bónusgreiðslum og sömu söluhvetjandi ferlunum sem svæfðu siðgæðið hvað hraðast í bólunni fyrir kreppu.
Ekki svo að skilja að ég hafi haldið Landsbankann undir stjórn Steinþórs og same-old vera krosstré, en nú virðast vera komnir sjáanlegir þverbrestir í þá spýtu.  Hrokinn er í því fólginn að detta í hug að peningastofnun í eigu þjóðarinnar (og vel að merkja peningastofnun sem er í hugum allra sem eiga sér minni sem nær lengra en 7-8 ár aftur, tengd „óráðssíu, glæframennsku og flottræfislhætti“ eins og Elliði segir réttilega) eigi að vera á langbestu og dýrustu lóð á Íslandi, gnæfandi yfir miðbæinn og höfnina, Hörpunni til höfuðs.  Og helst stærri en Seðlabankinn. 

Og hver eru skilaboðin til okkar?  Kúnnanna og þjóðarinnar?


Það er hinsvegar verst að nú get ég illa hótað því að flytja mín viðskipti annað, það er búið að útrýma allri samkeppni á bankamarkaðnum.  Ég batt lengi vonir við Sparibankann hans Ingólfs en nú virðist fokið í flest skjól.

Hvernig stóð á því annars að bara Elliði af öllum fulltrúum hluthafa gerði athugasemdir?  Stóð hinum á sama eða fjallaði Mbl.is ekki um þá?  Hver er fulltrúi þjóðarinnar á hlutahafafundi Landsbankans?

 

mbl.is Engin „flottræfilshöll“ við Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband