Drápa: „Þennan dag var þjóðin dæmd í hlekki ...“

Rakst á þetta myndband einhverstaðar á blogginu í gær og finnst það fantafínt.  Flottur Magnús Guðmundsson sem ætti að vera einhverjum þekktur sem söngvarinn í Þeysurum kemur sterkur inn með þessa drápu

Viðlagið er:

Þennan dag var þjóðin dæmd í hlekki
og komandi kynslóðir fengu þennan arf.
Á meðan sekir menn um götur frjálsir ganga
munu ófæddu börnin borga það sem þarf


Staðalmyndir eða stuð?

Hérna er náttúrulega skólasamfélaginu í heild stórkostlegur vandi á höndum.  Annarsvegar höfum við reglugerðir og ákvarðanir, lög og framfarasinnaðar, stefnumarkandi ályktanir
- og hinsvegar höfum við mannlegt eðli og langanir.

Er ekki hlutverk skólans að gera börn hæf til þátttöku í því þjóðfélagi sem þau búa í?  Skólinn er miklu meira en Písakannanir og jafnvel þótt Kristín Ást. segi helstu áhugamál stráka og stelpna hégóma komumst við ekki framhjá því að ef umræðunni er ekki stýrt leitar hún sinna eigin leiða.  Þegar skólinn er farinn að vinna gegn mannlegu eðli losnar hann úr tengslum við nemendurna - úr tenglsum við þá staðreynd að þeir eru EKKI kynlausir heldur hafa langanir, væntingar og þrár UTAN skólanámskrár.

Skóli er miklu meira en útungunarstöð fyrir tæknigeirann, hann verður að bjóða uppá snertiflöt við raunveruleikann, þann raunveruleika sem börnin okkar hrærast í.  Kennarar verða að geta nálgast nemendur sína á þeim stað sem þeir eru á, unnið traust þeirra og átt hlutdeild sem leiðbeinendur bæði í leik og starfi.


mbl.is Segir skólann fullan hégóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En alltaf er nú reiðuféð best ...

En þetta stemmir allt saman:
Guðrún Helgadóttir þáverandi þingmaður sagði að kortin myndu auka umframneyslu: það reyndist rétt
-að þau hækkuðu vöruverð: rétt
-að þau þarmeð auki verðbólgu: rétt
-að hægt sé að líkja neyslu með þeim við eiturlyf í einhverjum tilfellum: rétt

Nú berast mér æ fleiri sögur af fólki sem er að fara til baka til reiðufés, handbærir peningar blífa, skuldeyðsla tilheyrir munaðarlífsstíl sem er að dvína.


mbl.is Kreditkortin voru algjör bylting á Íslandi en var líkt við eiturlyf á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju bara sumar kirkjur?

Ég fór þarna inn og sá hvorki Hvítasunnukirkjuna í Reykjavík (Fíladelfíu), Akureyri, Keflavík, Fljótshlíð né á Selfossi.  Hvorki var Kristskirkja inni né Krossinn, ekki Vegurinn né Samhjálp.

Legg til að við gefum forsvarsmönnum síðunnar tiltal.


mbl.is Heimasíða um kirkjur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík einfeldni!

Já merkileg þessi einfeldni að halda að það að vera kona felist fyrst og fremst í „júllum og píku“.  Þessi „leiðrétting“ hefur í öllu falli ekki náð inn fyrir húðina.  Í dýraríkinu deyja þessi ófrjóu millistig, (nefnast kannski hvorugkyn?) út enda þjóna þau ekki framgangi og lífsafkomu tegundarinnar. 

Væri gaman að fá einhverjar umræðu um hvað spurningin annars fjalli „að vera kona“.  Ytri kynfæri?  Getuna að fjölga sér? Meðvitundina um að vera kona?  Samkennd með öðrum konum?   Kynlöngun til karlmanna?

Og að lokum, þessi hótun þarna í lokin „þá verða vesen og vandræði, ég er ekki að grínast.“ hvernig ætli hún líti út í framkvæmd?


mbl.is Vala Grand í Ungfrú Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband