Með hatri gegn hatri?
25.5.2016 | 10:09
Hvenær helgar tilgangurinn meðalið? Stundum eru mótmælendur verri en það sem er mótmælt. Mér dettur t.d. líka í hug íhlutanir Bandaríkjanna (= NATO) gegn Assad í Sýrlandi eða gegn Ghaddafi í Lýbíu. Hvort tveggja startaði flóttamannastraumunum í Evrópu sem aftur kallaði á vöxt hægri öfgahópa. Dettur einhverjum í hug fleiri dæmi?
![]() |
Grjótkast við kosningafund Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lýðræðið og bólusetningarnar
18.5.2016 | 20:13
Ég ef mikill fylgismaður þess að maður láti ekki segja sér hvað sem er án þess að skoða báðar hliðar málsins. Finnst það í raun forsenda og bakbeinið í lýðræði að eiga þetta val. Fyrir þá sem eru mér sammála læt ég því fylgja myndband um Dr. Suzanne Humphries, lækni sem kom og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í fyrra. Hinir kíkja bara á Smartland
![]() |
Skikkaðir á námskeið um vísindi bólusetninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
LOKSINS
18.5.2016 | 19:44
Loksins kemur heiðarlegt og málefnanlegt viðtal við Ástþór sem hefur verið að benda á mörg góð og athyglsiverð málefni þau 11 ár síðan ég flutti aftur til Íslands. Og heldur því áfram. Hef verið honum sammála um margt, ekki síst í kringum forsetakosningar, hvernig fjölmiðlar hafa bókstaflega gert úr honum trúð fyrir það eitt að hnýta baggana sína öðrum hnútum en margt samferðafólkið. Óska honum alls hins besta. Og takk mbl.is
![]() |
Leiði mannkynið úr styrjöldinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólitísk aftaka blaðamanna
11.5.2016 | 07:54
Það hefur verið merkilegt að fylgjast með þessu ferli öllu, hvernig Jóhannes Kr. í broddi meðvirkrar fylkingar slátraði Sigmundi Davíð og ýmsum öðrum. Án þess að ég telji mig vera sérfræðing í skattamálum gat ég aldrei betur séð en Wintris væri lítið annað en bankareikningur erlendis. Vegna þess að Sigmundur átti peninga erlendis (sem hann hafði vel að merkja borgað skatta af á Íslandi) lagði Jóhannes dæmið upp sem hann væri glæpamaður sem sefjaður múgurinn krafði að yrði að deyja.
Nú þegar búið er að fá svar við skattamálum Sigmundar í ljós kemur að stormurinn um hann reyndist vera pólitísk aftaka, verður spennandi að vita hver spunameistarinn er sem lagði dæmið upp fyrir Jóhannes. Annars eru merkilega margir punktar í þessu dæmi öllu sem eru athygliverðir og fróðlegt verður að fá svar við þegar fram í sækir.
Hver er uppljóstrarinn sem þóttist hafa reynt að koma þessi til Wikileaks? Hvað er til í því sem Juan Carlos Varela forseti Panama sagði: að Panamaskjölin væru baktjaldamakka stórveldanna? Tengist það okkur og þá hvernig? Hvernig stendur eiginlega á því að engir stórlaxar í t.d. Þýskalandi, USA, Frakklandi osfr.osfr. Hvernig stóð á því að HÍ lenti ekki meira í umfjöllun en raun bar vitni? Í lögfræðilegri útungurnarstöð HÍ kenndu þeir ætti að stofna aflandsfélög eins lektorinn í skattarétti Kristján Vald. sýndi. Og Dorrit og Ólafur, er það ekki sami stormurinn í vatnsglasinu?
![]() |
Hátt í 400 milljónir í skatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |