Er Stóri Bróðir búsettur á nesinu?
26.5.2010 | 16:01
Er ekki talsverð „Big Brother“ lykt af þessu? Eftirlitsmyndavélar sem hafa vakandi auga með ferðum borgaranna - gæslan fer huldu höfði en augun þó alsjáandi ... 24-7
![]() |
Eftirlitsmyndavélar settar upp á Seltjarnarnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afgamlir dóphausar ...
23.5.2010 | 21:49
Kannski dæmigert hvernig menn sem hafa lifað í „skemmtana“iðnaðinum svona lengi hafa misst alla dómgreind varðandi allt nema eigin neyslu. Kannski svipað og mennirnir sem lifðu og hrærðust í peninga„iðnaðinum“ misstu alla dómgreind varðandi allt nema eigin græðgi. Raunveruleikatengslin virðast horfin og allt sem þeim þykir eðlilegt finnst þeim öllum hljóti að þykja eðlilegt.
![]() |
Vill leyfa fíkniefni til reynslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sérleiða-Siggi
18.5.2010 | 15:25
AA samtökin tala stundum um fyrirbærið Sérleiða-Sigga: fólk sem ímyndaðrar stöðu sinnar vegna á rétt á vægari/harðari/mýkri/fegurri/innihaldsríkari/bragðbetri/... meðferð en samferðafólk sitt. Þetta fólk finnst það gjarnan betra en annað fólk og telur sig geta sett fram kröfur um þessa sérmeðhöndlun í nafni og krafti þess.
Ef lýst er eftir meintum brotamanni, hvort heldur hann heiti Lalli Johns eða Siggi E., og hann finnst ekki skilst mér (ólöglærðum) að gefin sé út handtökuskipun. Ef talið sé að viðkomandi sé erlendis er leitað eftir stuðningi Interpol. Standard procedure. Sjálfsagt eru bæði Bubbi og Jakob Magnússon ósammála en það breytir jú minnstu.
Ef lýst er eftir meintum brotamanni, hvort heldur hann heiti Lalli Johns eða Siggi E., og hann finnst ekki skilst mér (ólöglærðum) að gefin sé út handtökuskipun. Ef talið sé að viðkomandi sé erlendis er leitað eftir stuðningi Interpol. Standard procedure. Sjálfsagt eru bæði Bubbi og Jakob Magnússon ósammála en það breytir jú minnstu.
![]() |
Handtökuskipun alltof harkaleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólafi Ragnari að kenna?
18.5.2010 | 12:54
Á ekki að reyna að kenna forsetanum um þetta líka? Nóg var hann milli tannanna á þeim sem telja túrisma bestu leið okkar úr krísunni.
![]() |
Hætt við tugi ráðstefna á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |