Bravó Mbl - nýr áfangi í fréttamennsku
30.4.2014 | 07:49
... og til að fullna innihaldsbreytingna má ekki gleyma nöktu stúlkunni á baksíðuna.
(af hverju í ósköpunum var ég annars að klikka á þessa grein???)
![]() |
Munnmakahermir á markað í júlí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 1.5.2014 kl. 06:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kerry fordæmir aðgerðaleysi
23.4.2014 | 07:50

Bob Dole, fyrrverandi forsetafrabjóðandi Repúblíkana sagði sl. mánudag að USA ætti senda vopn, þmt. skriðdreka, til Úkraínu til að hjálpa þeim að hamla gegn framgangi Rússa á eigin landi og til að senda forseta Rússlands Vladimir Putin ákveðin skilaboð.
Síðar í greininni segir Dole að þá myndi Putin skilja að þeim sé alvara. Þetta væru afleiðingar. Síðan bætir hann við: Utanríkisstefna okkar er veikburða.
Hérna kemur útþenslustefna Bandaríkjanna hvað skýrast fram. Örvasa gamalmenni dreymir enn um þá tíma þegar utanríkisstefna landsins bauð þeim að ráðast inn í hvaða ríki sem var og hertaka það. CIA fékk frjálsan aðgang að fjárveitingum til að framfylgja stefnunni. Útávið stóðu Bandaríkin uppi sem fánaberar hins frjálsa heims, merkisberar lýðræðis en bak við tjöldin snérust árásirnar um aðgengi að olíu, fjármagni og vald. Ekki mikið breytst.
Bendi sérstaklega á merkið sem Dole ber í barmi sér: power of kindness.
![]() |
Varar við frekari refsiaðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.5.2014 kl. 06:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Google og Facebook?
16.4.2014 | 07:41
![]() |
Google kaupir dróna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frábær hugmynd
16.4.2014 | 07:36

![]() |
Hvetja til matjurtaræktunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að kunna ekki að skammast sín
10.4.2014 | 16:29
Leitt að Akureyrarbær beri ekki gæfu til að viðurkenna mistök sín og reyni að bæta fyrir þann æruhnekk sem Snorri hefur óneitanlega orðið fyrir. Athyglisverður úrskurður og fagnaðarefni að kennarar eigi ekki að vera keflaðir og fái að tjá sig - jafnvel um viðkvæm umræðuefni og jafnvel þótt einhverjum þætti betra að þeir þegi.
Sigur fyrir tjáningarfrelsinu - hornsteini lýðræðis.
![]() |
Rétt að víkja Snorra úr starfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trjáleysi í boði Eimskipa
10.4.2014 | 07:47
![]() |
Eigum fallegri grenitré sjálf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Víst er blaðamennska glæpur
8.4.2014 | 09:20
Víst er blaðamennska glæpur eins og hún birtist okkur á vesturlöndum á hverjum degi. Það er glæpur að birta athugasemda- og gagnrýnilaust fréttatilkynningar frá Reuters og Co án þess að lifta litlafingri til að skoða hina hliðina.
Mörg dæmi þess um það hversu blaðamennska sé glæpur er að finna í Úkraínudeilunni, Sýrlandi, USrael, Libýu og mjög miklu víðar. Blaðamennska sem gengur út á að útmála málstað annars deiluaðilans og hvetja þarmeð til styrjaldar - er glæpamennska.
Fjölmargir munu líka áfram verða drepnir vegna þess að hvorki kæra fjölmiðlar sig um að fjalla um hlutina hlutlaust né án hagsmunaþrýstings frá eigendum blaðanna /stjórnvöldum /alþjóðasamtökum.
Fölmargir munu líka áfram verða drepnir vegna þess að í stað þess að ráða blaðamenn sem þora að lyfta steinum í leit sinni að ´sannleikanum´ - þá horfa þeir með blinda auganu og fylgja straumnum (mainstream).
Og þetta blóð rennur um fingur blaðamannastéttarinnar með örfáum undantekningum. Og þegar fjölmiðlasamtök taka sig saman í sérhagsmunagæslunni er það náttúrulega ... frábært.
Skoðið hlekkinn hér að ofan
![]() |
Blaðamennska er ekki glæpur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 1.5.2014 kl. 06:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Obama í útrás/innrás
3.4.2014 | 16:35
Við teljum okkur búa í lýðræðislegu samfélagi. Finnst okkur þetta vera eðlileg samskipti lýðræðislegs samfélags við nágranna sína? Og nú er ég ekki bara að horfa á samskipti USA og Kúbu heldur líka t.d. USA og Íslands (afskipti Obama af hvalveiðum okkar) eða ef út í það er farið: USA og hvaða lands sem er í heiminum (Ofarlega í huga mér eru málefni Sýrlands, Lýbíu, Úkraínu ofl.)
Og af hverju er þett hjá Mbl undir dálknum ´Tækni og vísindi´? Af hverju ekki undir dálknum ´Alþjóðastjórnmál´ eða ´Utanríkismál/alþjóðamál´???
Er það vegna aðdáunar blaðamanns á möguleikum tækninnar umfram yfirtroðslu lýðræðisins? Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Nota Twitter til að grafa undan Castro |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)