Hvar er persónuvernd núna???
18.3.2011 | 15:46
Nei því miður, þú hefur fjölskyldusögu af mjög kostnaðarsömum nýrnasjúkdómi, við viljum ekki tryggja þig. Reyndu sjúkratryggingar ríkisins, þeir borga raunar ekki nema lágt hlutfall eftir að ríkisstjórnin seldi tryggingastofnun ríkissins en ... c´est la wie.
Á sama hátt þurfa þessar sjúkraskrár að vera trúnaðarmál milli heimilislækni og sjúklings og fara ekki út fyrir nema með samþykki sjúklings. Hefur Persónuvernd ekki eitthvað um þetta að segja?
![]() |
Upplýsingar um sjúklinga frá vöggu til grafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Money talks - bullshit walks
16.3.2011 | 14:22
Þessi stefna sem við erum að reyna að hvetja til endurskoðunar á, er bakfiskurinn hjá Bretum. Viljum við ganga í eina sæng með þessum öfgum?
N E I við E U
![]() |
Ofurríkir fá afslátt af landvistarreglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Morgunblaðið og klámið
14.3.2011 | 10:24
Við fjölskyldan búum við ströndina og horfum gjarnan út á hafið, þekkjum vel styrk þess og afl, höfum sé brimið ganga yfir sjóvarnargarðinn og löðrið í sunnanáttinni baða mæni húsanna hérna í þorpinu. Við settumst því saman við mbl.is og horfðum dolfallin á afl og vald flóðbylgjunnar sem engu eirði í Japan á föstudaginn var. Það sem fór hinsvegar í taugarnar á mér voru þessar ófjölskylduvænu auglýsingar sem birtust alltaf í byrjun hverrar fréttar. Eftir að hafa horft á nokkrar þeirra var ég farinn að kalla skjámyndina niður á meðan þær hljómuðu. Samt náði elsti strákurinn minn að reka augun í eitthvað sem vakti forvitni hans: Pabbi hvað er milf? Hann sló því inn hjá StartingPage og var kippt inn í viðbjóð klámheimsins við litla hrifningu okkar foreldranna. Okkar fyrstu viðbrögð voru að nota þetta tilefni til að herða síuna á leitarvélinni. Á sama tíma og leitarvélar bjóða flestar uppá leit sem útilokar klám (StartingPage, Google, Yahoo geta hindrað pornografískt efni af öllu tagi), hvernig má það vera að mbl.is beinlínis dæli yfir notendur netblaðsins auglýsingum sem innihalda klámtilvísanir?
Nú þykir mér fyrirtækið RING sem auglýsir með þessu móti, frekar ómerkilegt og dytti sjálfum aldrei í hug að hafa viðskipti við fyrirtæki sem stílar sér innihaldslaust inná "lifestile" og hip-og-kúl unglinga sjálfu sér til framdráttar. En öðru máli gegnir um Morgunblaðið: væri ekki hægt að halda þessum ófjölskylduvæna hluta ritstjórnarstefnunnar innan Monitors og leyfa okkur sem þætti ágætt að losna undan honum - að ... einmitt já, losna undan honum?
Ég sendi þetta sem bréf til ritstjórnar mbl og þegar/ef ég fæ svar pósta ég það hinað inn.