Fjölmiðlaskólinn #922
29.2.2016 | 07:51
Fjölmiðlaskólinn
#922 ´Hvernig fara skal að við að koma óorði á fólk og stofnanir að ósekju.´
Einföld en áhrifarík leið til að koma óorði eða höggi á fólk og/eða stofnanir (hér nefnt ´viðfang´) sem ritstjórninni eða fjárhaldsmönnum fjölmiðilsins er í nöp við. Taka skal atburð sem breið samþykkt er fyrir að sé hræðilegur eða ömurlegur á einhvern máta og hann tengdur við viðfangið. Ekki skiptir öllu máli hversu lausleg tengingin er né hvort hún sé raunveruleg á nokkurn máta. Látið þess getið í fyrirsögn. Aðalatriðið er að skapa hugrenningatengsl milli tveggja hluta.
Dæmi: Tengið líkfund við viðfangið. Tengið viðfangið við nauðgun og/eða fíkniefnaneyslu.
![]() |
Leigðu á Airbnb og fundu lík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
framhjáhaldið ...
26.2.2016 | 08:19
Hvaða kona getur haldið í við stafrænu mellurnar sem eru til í tuskið hvenær sem er sólarhrings, hafa aldrei persónulegar skoðanir, þurfa engin skoðanaskipti, hvorki ást né tilfinningar, verða ekki óléttar Óskuldbundnir tvíviðir partnerar í kynvædda gerfiheiminum.
Líklega þurfa aðrir aðilar en kynlífsfræðingar og kynjafræðingar að rannsaka orsakir og afleiðingar klámfíknarinnar.
![]() |
Er kærastinn fastur í klámheimum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viljum við Snowden til Íslands?
24.2.2016 | 17:17
Já, bjóðum endilega Snowden til íslands enda þótt ekki nægi að hann komi til að við verðum land gagnsæis og borgaralegra réttinda, lýðræðislegra vinnubragða eins og Róbert heldur.
Hinsvegar held ég að mikilvægt sé að við bjóðum velkominn baráttumann fyrir borgaralegum réttindum, og gegn ranglátum stjórnvöldum. Snowden er tákn fyrir réttlætið eins og Björk er tákn fyrir frumleika eða Hillary er tákn fyrir spillingu og auðræði.
![]() |
Vill að Edward Snowden fái hæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
kostir og gallar
1.2.2016 | 22:01
Enda þótt þetta sé náttla hið hryggilegasta mál í hvívetna getum við þó glaðist yfir mörgu.
T.d. því að fólk skuli ennþá geta haft skoðanir á myndlist. Hallgrímur sem var lengst af góðvinur útrásarinnar en snéri við í hruninu eins og svo margir, hefur í verkinu upp ákall til list(ó)vinanna: ´can I be with you?´ Og þegar einhver aktívisti meðal þeirra svarar kalli listarinnar gæti mörgum þótt tilefni til að gleðjast. Eins og yfir kollega Hallgríms í kassanum. Síðan geta listfræðingar og hagfræðingar velt vöngum yfir hvað þetta svar þýði á listgagnrýninn máta. Sýnist sjálfsagt sitt hverjum.
Nú er Hallgrímur þar að auki kominn í hóp ofurlistamanna á borð við kanónur eins og van Gogh og Rembrant sem eiga það á CV-inu sínu að verk þeirra hafi orðið fyrir árásum og eyðileggingum. Þetta eykur vafalítið verðgildi þeirra verka sem Hallgrímur á óseld og safnarar vilja nú ólmir bæta í söfnin sín.
Síðan má ekki gleyma því að við sérhvert listaverk sem skilur eftir skarð, koma tryggingarnar inn með ákv. upphæð sem má fjárfesta í að nýju. E.t.v. ættu listaspírur því að setja það á oddinn (helst í fornáminu) að skemma allavega eitt verk á önn eftir einhvern lengra kominn (verðandi) kollega sinn.
Kannski var þetta bara hið besta mál þegar upp er staðið
?
Því raunar eru málverk ekkert annað en litir misvel fyrirkomið á strigapjötlu.
![]() |
Listaverk í HÍ eyðilagt með hnífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |