Meirihluti sjálfstæðismanna does it again
21.2.2013 | 08:31
Sjálfstæðismenn í Árborg stigu fyrsta óheillaskrefið í þessa átt í fyrra og ætluðu að afgreiða þetta í laumi án nokkurrar umræðu. Það tókst ekki enda var nánast því samhljóða andbyrinn sem stóð gegn þessum hugmyndum. Öll rök bentu á hversu vanhugsuð og skammsýn þessi ákvörðun væri:
- ekki væri nokkur leið að bjóða upp á viðlíka þjónustu fyrir skólaumhverfi í Árborg fyrir þá fjármuni sem ættu að sparast.
- kippt væri fótunum undan þjónustu við minni sveitarfélög og skóla sem yrðu þá í uppnámi eða án þessháttar þjónustu sem skólaskrifstofan veitir.
- almenn óánægja skólafólks og foreldra með úrsögnina.
Ég minni líka á hvernig sú eina sjálfstæðismanna í Árborg sem sá þetta mál í stærra samhengi, Elva Dögg, valdi að hætta stjórnmálaafskiptum með sjálfstæðismönnum frekar en að selja samviskuna. Þar fór góður stjórnmálamaður - mættu fleiri vera óviljugir til að fórna langtímahagsmunum landsins (lesist hér: sveitarfélagsins) fyrir skammtímahagnað. Ég bloggaði um þetta í fyrravor þegar úrsögnin vofði yfir, bloggið er að finna hér.
![]() |
Árborg hættir í skólasamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
FACEBOOK og árásirnar
18.2.2013 | 07:57
... ekki sé vitað til þess að upplýsingum um notendur Facebook hafi verið stofnað í hættu.
UPPLÝSINGUM Í FACEBOOK ER STOFNAÐ Í HÆTTU.
-myndirnar ykkar eru seldar í ágóðaskyni,
-sjórnvöldum eru gefnar upp þær upplýsingar sem þær þurfa þá og þá stundina,
-auglýsingar eru seldar sem byggðar eru upp í kringum upplýsingarnar sem þið látið í té og flokka ykkur í markhóp - og birtast bara ykkar markhópi
FACEBOOK verður ekki fyrir árás -
FACEBOOK er árás sem notendur hafa boðið inn á sitt einkalíf
![]() |
Tölvuþrjótar réðust á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nefndir vita alltaf betur en þjóðin
12.2.2013 | 07:53
![]() |
Flókin ákvæði í stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |